mér finnst að fyrirbærið fortíð ætti að vera afnumið, í hvaða mynd sem er. í það minnsta mín fortíð, mér væri sama þó ég gleymdi öllu úr fortíðinni minni fyrir utan kannski tvo eða þrjá hluti. fortíðin er andstyggilegur hlutur sem að heldur mér tangarhaldi og litar hvert skref sem ég tek til framtíðarinnar. ef ég væri ekki svampur í líki manneskju gæti þetta verið betra, ef að ég hefði vængi gæti þetta verið betra og þegar ég fer að sofa í kvöld og ákveð þá með sjálfri mér að láta þetta ekki lengur hafa áhrif á mig og það tekst, ég vakna ný manneskja með hjartað fullt af bjartsýni til framtíðar sem að getur ekki annað verið en góð af því að ég er svo ástfangin af bestu manneskjunni af þeim öllum í heiminum. þá væri allt yndislegt. og þá verður allt yndislegt.
geðlæknirinn minn segist hafa hug á því að skrifa bók um mig af því að henni finnst ég svo merkileg og einstök. ég veit ekki hvort að ég eigi að taka því vel eða illa. illa af því að þá er eins og ég sé eina manneskjan sem hugsar eins og ég en vel af því að það er gaman þegar að einhverjum finnst maður vera merkilegur og einstakur... held ég.
næst þegar ég renni augunum yfir matseðilinn "veldu þér nýtt líf" ætla ég að velja venjulegu úthverfastelpuna með glæru augnhárin sem lifir venjulegu lífi en ekki dramantísku miðbæjarrottuna með helíum-röddina sem lífir óvenjulegu lífi.
fimmtudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli