mánudagur

það eru víst 63 dagar til jóla...
ég byrjaði á sjálfstyrkingarnámskeiði s.l. fimmtudag. var ekki viss hvort ég ætti að segja ykkur frá því en tók svo ákvörðun um að gera það bara. nú fyrst ágúst borgþór getur talað blygðunarlaust um OA fundina sína þá ætti ég svosum ekkert að þurfa að skammast mín fyrir það að vera á sjálfstyrkingarnámskeiði. það er bara þetta nafn sem mér finnst svo ömurlegt og benda til þess að ég sé síþreytt, fimmtug húsmóðir... sjálfstyrkingarnámskeið.

3 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Yeah, ef maður eins og Ágúst Borgþór þarf á styrkingu að halda þá þarf enginn að skammast sín fyrir slíkt. Ég meina, sjálfur fokkings meistarinn! Gott hjá þér og gangi þér vel. Ég gæti reyndar trúað því að a.m.k. önnur hvor manneskja þyrfti að hressa rækilega upp á sjálfstraustið, jafnvel fleiri.

Tinna Kirsuber sagði...

Ég held stundum, kæri Ágúst að þú hafir fengið of stóran skammt af einhverju þegar þú varst skapaður...

Ágúst Borgþór sagði...

Og mig grunar að þú hafir átt að fá eitthvað af því ...