mánudagur

ég er ekki alveg með það á hreinu hvað það eru margir dagar til jóla... ótrúlegt.
konur allra landsmanna, til hamingju með daginn! verið BRJÁLAÐAR!!!
í morgun vaknaði ég glöð og byrjaði að lesa brúðuleikhúsið eftir ibsen. til að byrja með leit ég á þetta sem skyldulesningu enda er ég að þessu "fyrir" skólann, laus við alla tilhlökkun yfir því hvað gæti leynst í þessu margrómaða leikverki. ég hef nefnilega aldrei lesið neitt eftir ibsen, mér finnst halldór laxness leiðinlegur og rúglaður, ég hef ekki lesið stríð og frið eftir tolstoy og ætla mér það ekki enda seldi ég mitt eintak af þeim doðranti á garðsölu sem ég hélt fyrir rúmu ári og milan kundera gerir ekkert annað en að flækja einföldustu hluti. piff!!!! en aftur að ibsen... brúðuleikhúsið er bara alveg hreint stór-skemmtilegt, eða svo langt sem ég er komin. þetta lofar allt voða góðu og ég missti aldrei athyglina sem gerist ansi oft hjá mér og gerir það að verkum að stundum þarf ég að lesa blaðsíður oftar en einu sinni... og ef sérlega illa liggur á mér, þá stundum oftar en tvisvar. en þetta er fínt svona...
og þá er airwaves helgin liðin, ég held að þetta verði í seinasta skipti sem ég kaupi mér armband á þá hátíð... ekki nema þá að bob dylan komi. það væri kúl, bob dylan á airwaves. sá samt nokkrar hljómsveitir og þ.á.m. og auðvitað shadow parade og ÉG. þeir voru magnaðir og álit mitt á ÉG fer stigvaxandi eftir hvert skipti sem ég sé þá spila. en ég er náttúrulega frekar hlutdræg enda ræð ég mér ekki fyrir kæti þegar ég sé örninn minn spila, undir hvaða kringumstæðum sem er, m.a.s. þegar hann er bara að stilla gítarinn... og svo þykir mér svo brjálæðislega vænt um shadow parade strákana að ég vill ekkert frekar en að þeim gangi vel. og fyrir þá sem fengu disk á tónleikunum sem þeir spiluðu á á fimmtudaginn á grand rokk þá er það "yours truly" sem myndskreytti hann.
át hrískökur með hindberjasultu (ég er dauðhrædd við sultur og berjagrauta, þessi ber og korn geta alltaf verið eitthvað annað en ber og korn) í hádegismat og drakk kókómalt með. í kvöldmat er ég að hugsa um að hafa steiktar núðlur og egg og láta örninn elda það því hann gerir þær svo sérlega góðar.
farin í skólann til að vera þar í 52 mínútur útaf þessum dásamlega degi.
see ya!

Engin ummæli: