laugardagur

Atomic Bomb!


góðan daginn!

vaknaði fyrir allar aldir vegna partýhalds nágranna minna. það var nú ósköp hressandi, að vakna við gítarspil og öskrandi karlamannsraddir að syngja klisjuleg bubba-lög hástöfum. velti því m.a.s. lengi fyrir mér hvort ég ætti ekki bara að banka uppá á brókinni með heitt te handa mannskapnum... en partýið leystist upp áður en ég gat ákveðið mig. nú heyri ég bara í einmana glamri á bassa...

seint í gærkvöldi eða eiginlega í nótt skellti ég mér í göngutúr um bæinn, bara svona mér til heilsubótar og svo leiddist mér þrátt fyrir að nenna ekki fyrir mitt litla líf á djammið frekar en fyrri daginn... það var sorglegt um að litast, ekki margir á ferli og þær fáu hræður sem ég sá voru annaðhvort liggjandi í göturæsum eða í únglínga-sleik við einhvern sem að viðkomandi þekkti að öllum líkindum ekki neitt. svo ég keypti mér bara kók og fór heim og horfði á guess who með bernie mac sem er ákaflega fyndinn maður og ashton kutcher. ágætis ræma svosum nema að hún endar náttúrulega á yfirgengilega væminn hátt, formúlan að sjálfsögðu.

hitti gullið mitt og hjartardýrið á prikinu í gær. hjörtur kom með þá afbragðs hugmynd að einhverjar hressar týpur tækju sig saman næsta sumar og leigðu hús í tékklandi í mánuð eða svo. það ku víst vera sérlega ódýrt... þetta finnst mér ein sú besta hugmynd sem ég hef heyrt í langan tíma og ég vona heitt og innilega að þetta verði að veruleika. þetta hljómar eins og draumur sem ég sé svona fyrir mér: ég og örninn minn og fullt af góðu og skemmtilegu fólki í stóru húsi með gömlum gólffjölum sem brakar í, sveitasæla eða borgarkliður og sól og sumar. ég vona...

í dag ætla ég að hitta mömmu og taka einn laugaveg og leggja drög að jólagjafakaupum og í kvöld er það dóra mín, bailys með klaka og kannski piltarnir.

það er ofar mínum skilningi þetta með að samkynhneigðir megi ekki ættleiða börn og ég er steinhissa á því að það sé ekki fyrir löngu búið að leggja fram þetta frumvarp á alþingi varðandi það mál. þetta er m.a.s. svo ofar mínum skilningi að ég á í vandræðum með að hugsa um það. ég fyllist svona gremju innan í mér eins og ég fylltist þegar ég var lítil og fékk ekki það sem ég vildi og gat með engu móti skilið það. það eru engin heimsins rök sem ættu að geta bannað samkynhneigðum að giftast þeim sem þau elska eða eignast fjölskyldu. ENGIN! það er bara svo yfirgengilega fáránlegt og ósanngjarnt að við hreykjum okkur af því að vera orðin svo "líbó", mannelsk og þróuð en svo eru svona hlutir að halda okkur niðri, þetta hér að ofan, kynþáttafordómar, kynjamisrétti, barnamisnotkun, nauðganir, stríð og bara mannvonska og skilningsleysi yfir höfuð. arg! ég get ekki skrifað um þetta, ég missi bara stjórn á mér...

2 ummæli:

Ösp sagði...

vá hvað ég er sammála þér!! Ég verð alveg uppgefin að hugsa um þetta, og fyllist svona vonleysis-tilfinngu.

Tinna Kirsuber sagði...

Þetta gerir mig brjálaða!