miðvikudagur
byrjaði aftur á ljóðgreiningarverkefninu í gær og það gekk bara asskoti vel nema að svo sá ég tilkynningu frá kennaranum þess efnis að við þyrftum ekki að skila því fyrr en 5. desember. þið lítið máske á það sem gleðiefni en ég geri það ekki, hreint ekki en ég læt það mig engu varða. ég á það nefnilega til að vera agalaus og svona frestur er ekki góður fyrir agalausa... hvað er ég samt að bulla? ég er ekkert agalaus, ég ligg yfir bókum og verkefnum daginn út og daginn inn og hef tekið þá ákvörðun að klára þetta ljóðgreiningarverkefni nú í morgunsárið. að því loknu tekur við áframhaldandi lestur á kirsuberjagarðinum hans chekhov svo ég geti byrjað á leikrita-greiningunni. mér finnst ómögulegt að það sé verið að demba þessum verkefnum á mann svona mitt í próflestri... en ég get ekki kvartað, við fengum fyrirmæli um leikrita-greininguna fyrir mánuði síðan eða meira.
fyrsta prófið mitt er á þriðjudaginn næsta í femínískum bókmenntarannsóknum og ég hef mestar áhyggjur af því að muna ekki hvað alligoría er, annars er ég orðin ágæt í hugtökunum. þetta verður samt eitthvað skrautlegt en ég hef ákveðið að miða bara að því að ná prófunum... þá verð ég síður fyrir vonbrigðum með sjálfa mig.
horfðum á shining, gömlu útgáfuna í gær og ég var að gera í buxurnar af hræðslu allan tímann og húkti í handarkrikanum á erninum. sama hversu oft ég horfi á hana er ég alltaf jafn hrædd. tónlistin er svo rosaleg og svo leikur nicholson þetta svo yfirgengilega vel að manni líður eins og maður standi við gátt geðveikinnar hverja sekúntu. samt er svo merkilegt hvað endurgerða myndin og bókin eru miklu grafískari en gamla shining en hún er alveg þúsund sinnum áhrifameiri engu að síður, ég set það aftur á reikning tónlistarinnar og nicholson. en þessi masókismi var allur í þágu skólans þar sem að það munu koma spurningar um kvikmyndagreiningu í einu prófinu og shining var ein af myndunum sem við máttum velja að horfa á og ótrúlegt en satt þá er ég hryllingsmynda fíkill. nú þarf ég líka að horfa á engla alheimsins svo ég geti svarað samviskusamlega öllum spurningum um "aðlaganir".
ég fann ágætis setningu í morgun sem ég ætla eftir bestu getu að samtvinna mínum hugsunarhætti, eða þangað til að ég kemst að því að hún er úr einhverjum AA bæklingi. hún er svona:
taktu augun af vandanum, leitaðu lausnarinnar.
þá kveð ég í bili. ég treysti því að ykkur þyki nógu vænt um mig til að senda mér gáfu-aukandi hugsanir.
by.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
gáfur til handa þér sendi með huganum.
sá shining einu sinni á næturvakt á hótel reynihlíð, það var fráleit hugmynd. 15 dagar...taratata
Veiiiiiii :D
Skrifa ummæli