þriðjudagur
dagurinn í gær lofaði mjög góðu til að byrja með... fékk ljóðgreiningarverkefni til baka sem ég gerði fyrr í haust, greindi ljóðið kartöfluprinsessan eftir steinunni sigurðardóttur. einkunninn kom mér ákaflega skemmtilega á óvart þar sem að hún var hærri en 5 hjá kennara sem gefur ekki hærra en 5 nema að hann sé mjög ánægður með verkefnið. auk þess hrósaði kennarinn mér sjálfur fyrir það og minntist á að ef að hann gæfi nemendum hærra en 5 & 6 væri hann í skýjunum... þ.a.l. var ég í skýjunum og öðlaðist aftur trú á gafnafari mínu og getu til að haldast og vera í skóla. auk þess náði ég að klára einhver pappírsmál og var þess vegna frekar vongóð á framtíðina þegar ég settist svo niður fyrir framan tölvuna um kvöldið til að gera annað ljóðgreiningarverkefni og í þetta sinnið er það greining á ljóðinu hin eilífa þrenning útfrá femínískum fræðum, held annars að ég hafi verið búin að segja ykkur af því... og því á ég sumsé að skila á morgun. allt gekk vel og það leit út fyrir að ég væri bara búin með verkefnið og myndi því ná að skila því degi fyrr sem er alltaf dásamleg tilfinning. nema hvað... þegar ég svo ætlaði að "save-a" verkefnið í tölvunni klúðraði ég því eitthvað og það hvarf allt eins og það lagði sig... eins og dögg fyrir sólu. ég mun seint geta með orðum lýst vonbrigðunum sem hrísluðust niður eftir bakinu á mér á því augnabliki, tárunum sem hrundu niður kinnarnar á mér og reiðinni í minn eigins garð og tölvunnar. þvílík vonbrigði hef ég ekki lengi upplifað og heldur ekki þvílíka reiði og skapofsi minn, eins og vinir þekkja getur orðið mikill ef hlutirnir fara ekki sem skyldi og ég var minna en hársbreidd frá því að kasta tölvunni í gólfið... en þetta eru þó aðallega einskær og einlæg vonbrigði, þvílík... mér sortnar bara fyrir augum að hugsa um það. ég var svo reið við sjálfa mig og lét óviðeigandi ummæli um mig falla, eitthvað sem að maður á ekki að gera. en svona er það... ég jafnaði mig þó furðu fljótt þó að þessi fjárans vonbrigði vomi enn yfir mér. ef það væri ekki fyrir örninn hefði ég líklega ekki komist yfir þetta. það er það sem örninn minn gerir, hann hjálpar mér að bæta mig orðalaust og stundum með orðum og það eru þá alltaf fallegustu orð sem ég hef heyrt... ég hugsa bara með mér að verkefnið verði þeim mun betra í annarri lotu... hikkupp!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
súpan er að minnsta kosti alltaf betri daginn eftir....;)
guuuuuð hvað ég finn til með þér! hver hefur ekki lent í svona helvíti? en já.. það er alla vega fljótlegra að skrifa svona í annað skiptið!
ps mér líður eins og algjörum pervert að vera að kommenta hérna.. en ég kíki reglulega á síðuna þína því mér finnst svo gaman hvernig þú segir frá, maður verður rosa spenntur og langar í meira!
mér finnst þú reglulega skemmtileg, enda er þetta eina blogg ókunnugra sem ég les..
Híhí... Þú ert velkomin!
Skrifa ummæli