fimmtudagur

það er heiðskýrt í huganum í dag, því er væntanlega að þakka góðum tíma hjá geðlækninum í morgun. það er gott þegar einhver segir mér að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því sem ég hef áhyggjur af. it´s as easy as that! á leiðinni úr mosfellsbænum í strætó fór ég að hugsa um það hvað mér finnst ég ekki passa inn í þessa veröld, ekki á "morbit" hátt heldur bara svona almennt útúr kú tilfelli. eina við því að gera er að spila þetta bara eftir eyranu og vona að ég deyi hamingjusöm 87 ára gömul (samkvæmt einhverju prófi sem ég tók í lifandi vísindi er það víst minn dómur, að verða 87 ára).
ég er í femínískum bókmenntarannsóknum í skólanum eins og ég held ég hafi áður tilkynnt ykkur og þar lesum við fjöldann allan af greinum eftir virginiu wolf. fram að þessu hausti hafði ég lítið sem ekkert lesið eftir hana og þó... ég las orlando og svo eina aðra bók sem ég man ekki einu sinni hvað heitir, báðar eftir virginiu wolf. skrif hennar hafa óttalega mikil áhrif á mig og ég hugsa oft um þau í tengslum við mitt líf sem kannski er glatað og únglíngalegt en ég held samt að allir yrðu snortnir á einn eða annan hátt af skrifum hennar. eins og t.d. áðan... ég kom við í hagkaup í skeifunni af því að mig langaði allt í einu svo mikið í ný náttföt, náttfatakaup eru ein af mínum ástríðum. en í þetta skiptið ákvað ég að kaupa ekki eins og venjulega einhver hólk-víð flónel náttföt sem breytast svo strax eftir fyrsta þvott heldur langaði mig í satín náttföt með svörtum blúndum. það er ekkert erótískt við þau, þetta eru bara svona kvart-buxur og hlýrabolur. ég ákvað að fara inn í mátunarklefa og máta til að enda ekki með alltof lítil náttföt eins og oft vill gerast þegar ég tel mig vera minni en ég er og er að drífa mig. mátunarklefinn var eitthvað svo stór, aldrei þessu vant og ég afklæddi mig í rólegheitum með bakið í spegilinn af því að oftast nær hef ég óbeit á líkamanum mínum. en þegar ég snéri mér við og horfði í spegilinn þá var það ekkert ég sem ég sá heldur einhver lítil og mjórri hrædd stelpa með svart hár allt út í loftið. þetta varði í augnablik. ég skil þetta ekki alveg.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kannski hefur þín innri stelpa komið fram eitt augnablik,annars takk fyrir heiðarlegt blogg gaman að lesa hugleiðingar þínar. kveðja gua

Tinna Kirsuber sagði...

Takk fyrir það.

Ljúfa sagði...

Þú varst gasalega sæt í mogganum í dag.

Tinna Kirsuber sagði...

Tíhí... takk :D