þriðjudagur

kæru lesendur,
ég er að safna tilfinninga-andstæðum eins og ást-hatur, sorg-gleði o.þ.h. og vantar ykkar hjálp með fleiri svona andstæður. mynduð þið vilja vera svo væn...

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tilhlökkun - kvíði

Nafnlaus sagði...

Ótti-hugrekki
...sakna þín.

Ágúst Borgþór sagði...

Ótti - hugrekki eru ekki andstæður.

Hugleysi - hugrekki

Ösp sagði...

í jafnvægi -taugaveiklun
rólyndur - kvíðinn
yfirvegaður - spenntur
jarðbundin - bölsýnn
menningarsinni - þröngsýni
fágun - óheflaður
frjótt ímyndunarafl - einfeldni
hriðusemi - hirðuleysi
ábyrgðafullt - óábyrgt
fullkomnunarárátta - sinnulaus
góðgjarn - pirraður
mildur -harðbrjósta
samvinnuþýður - ósamvinnuþýður
málglaður - þögull
opinskár - dulur
félagslyndur - einvera

Til dæmis... :)

Tinna Kirsuber sagði...

Ekki vera "besservisser" við bestu vinkonu mína Ágúst!

Tinna Kirsuber sagði...

Vá Ösp! Takk :D

Ágúst Borgþór sagði...

Ekki vera "ad hominem". Þú veist að það er hægt að vera bæði hræddur og hugrakkur á einu og sama augnablikinu.

Tinna Kirsuber sagði...

HA?!?!?!

Ágúst Borgþór sagði...

Ad hominem snýst um að persónugera umræðu. Æ, nú er ég að verða allt of hátíðlegur en ég læt það samt flakka. Ég veit að þú sagðir í gríni "ekki vera besserwisser við vinkonu mína" en samt ætla ég að láta eins og þú hafir ekki verið að grínast. - Athugasemdin snerist nefnilega ekki um að ég væri að upphefja sjálfan mig og umræðan snýst ekki um vinkonu þína heldur hugtökin - og mér finnst rosalega mikilvægt að hafa í huga að ótti og hugleysi er ekki það sama. Þú hefur örugglega einhvern tíma bæði verið hrædd og hugrökk á sömu stundinni á ævinni.

Tinna Kirsuber sagði...

Allt í læ, allt í læ... Hold your horses maður, ég næ þessu og jú, það er rétt hjá þér. Ég og líklega allir aðrir geng í gegnum það á hverjum degi og stundum oft að vera hrædd og hugrökk á sama tíma. T.d. bara þegar farið er fram úr rúminu á morgnana, það tekur talsvert á. Óttablandið hugrekki...

Nafnlaus sagði...

Róleg bæði tvö. Það var ekki ætlun mín að starta einhverju rifrildi hérna út af einskærri einfeldni minni ...mér datt ekki í hug að þessi tilfinningaandstæðuleit myndi snúast upp í einhverja spjátrúngakeppni! Þetta er allt saman mjög afstætt, ég hef einmitt fyrir stuttu upplifað augnablik þar sem ég var full af bæði HUGLEYSI OG HUGREKKI ! ...fyrir utan að hugleysi er ekkert annað en ÓTTI.