ég er orðin svo andlega þreytt eitthvað, mér líður eins og ég geti ekki meir. ég get með engu móti fest hugann við lærdóminn og samt er ég að fara í síðasta en jafnframt erfiðasta prófið á morgun. ég held að þetta reddist ekki uppúr þessu en ég reyni bara að vera raunsæ, það er ekki heimsendir þó ég nái ekki öllu þó vissulega sé það ömurlegt því ég hef lagt mjög hart að mér í haust við lærdóm og einnig í upplestrarfríinu. en svona er þetta bara... mér finnst þetta eiginlega bara svo sárt af því að ég veit vel að ég er ekki heimsk og ég hef mjög mikinn áhuga á því sem ég er að læra, þess vegna skil ég þetta ekki alveg. og fátt á ég erfiðara með að "höndla" en það sem ég skil ekki...
það lítur út fyrir að við förum ekki norður fyrr en á sjálfan gamlársdag sökum tónleikahalds. ég veit ekki alveg hversu mikið ég má láta uppi að svo stöddu en það kætir mig óumræðanlega. við verðum bara í staðinn aðeins lengur fyrir norðan í aspardalnum... ég get síst beðið eftir því.
þegar nágrannarnir á efri hæðinni fara í bað, heyri ég rasskinnarnar á þeim dragast eftir baðkarsbotninum. þetta kætir mig...
þriðjudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Vona að þér gangi allt í haginn á morgun. Sendi þér bína bestu strauma.
'Eg er ekki búin fyrr en á mánudag og fer í 3 próf þangað til...
Jesús kristur!!! Ég dauð-vorkenni þér, þvílíkur viðbjóður. Takk Þura mín, ég skal svo sannarlega senda þér mína bestu strauma líka, þér veitir örugglega ekki af.
Halló kæra Tinna! Vildi bara segja þér að þú átt þér þjáningarsystur í Edinborg. Ég er alveg að bilast á verkefnunum, klára á mánudaginn og kem svo í jólafrí til Íslands 22. des! Getur maður rekist á þig í Eymundsson eða ertu (loksins) hætt þar? Baráttukveðjur, Auður Rán.
Skrifa ummæli