miðvikudagur


hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur... haldiði ekki að hljómsveitin ÉG, sem heitmaður minn er í gítarleikari í sé tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna sem besta hljómsveitin í flokki rokk/jaðartónlistar og svo eru þeir líka tilnefndir fyrir besta lagið OG fyrir besta myndbandið... ef ég væri ekki að deyja úr veikindum þá væri ég bókstaflega að deyja úr gleði.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er líka orðin veik... Hvernig er hægt að vera svona óheppin með tímasetningu, í miðjum prófum. óþolandi.
góðan bata

Tinna Kirsuber sagði...

Takk fyrir það vina mín... Og þú þarft nú að passa voðalega vel uppá þig ef þú ert orðin lasin

Ágúst Borgþór sagði...

Þetta er frábært. Til hamingju.

Tinna Kirsuber sagði...

Takk fyrir

Ösp sagði...

Nohhhh!!! vá en frábært!!!! jeminn hvað ég er stollt:)

Dilja sagði...

mér finnst að tónlistarverðlaunin eigi líka að gefa erni eldjárn gítarleikari ársins!!
vona að valmöguleiki D sem kominn í hús Tinna mín:) gangi vel og bestu kveðjur heim til íslands...

Tinna Kirsuber sagði...

Sammála þessu með gítarinn. Ekkert veit ég betra en að hlusta á hann... Takk Diljá :)