miðvikudagur
so very tired...
jæja, þá er þetta búið og ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að hegða mér eða hvað ég á að gera. ég veit bara að ég er rosalega þreytt... er að hugsa um að skríða jafnvel bara undir teppi með te og sígó og horfa á sex&thecity. ég er að leka niður af þreytu. skrýtið og óþægilegt að hugsa til þess að s.l. þrjár vikur er ég búin að vera með stöðugan kvíðahnút í maganum og alltaf að hugsa um lærdóminn. hvernig ætli nýja lífið sé? en í dag ætla ég að slappa bara af og svo á morgun ætla ég að fara að huga að langþráðum jólaundirbúningi... ég get varla skrifað...
tók samt forskot á sæluna áðan og keypti jólagjöf handa erninum mínum, ég get ekki látið uppi hvað það er af augljósum ástæðum en það er fallegt... það er alltaf eitthvað stressandi við fyrstu jóla- og afmælisgjöfina. maður er allur á nálum yfir því að kaupa eitthvað glatað. það eru t.d. alveg allavega tveir mánuðir síðan ég fór að pæla í þessu... kannski er það bara ég. æji, ég er svo sybbin...
hérna er frábær grein sem auður rán benti mér á. nú veit ég hvaða rithöfundur ég ætla að verða eins og þegar ég loksins leyfi einhverjum að sjá bókina mína, hnotið um gangstéttarbrún.
ég er farin undir teppi. ég vona að þið hafið það gott. hvar er snjórinn???
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
hafðu það gott undir teppinu, um hljómar vel ef ég væri ekki með 7000 fiðrildi í maganum myndi ég gera það sama...
prófin búin þá?
til hamingju!
hafðu samband ef þig vantar félagsskap í einn bjór, t.d. á Ölstofunni
Will do baby!
Til lukku með próflokin. Hlakka til að sjá þig í næstu viku.
Frænkukveðja úr Kópavogi
jeg er på vej:) jeg ringer på fredag! så ses vi på.....fredag...:D
Jeijjjjjjjjjj!!!! :D :D :D
Skrifa ummæli