þriðjudagur


ég verð nú að segja að mér finnst það bara hálfgert grín að ég hafi ekki fengið neinar samúðarkveðjur frá ykkur útaf hjólinu mínu. HJÓLINU MÍNU VAR STOLIÐ! finnst engum það leiðinlegt... nema mér?

á alvarlegu nótunum: það háir mér mjög hvernig ég tala, eða öllu heldur hvernig rödd ég er með. og núna er ég að skrifa um þetta í fullri alvöru, ekki neitt grín, engin kaldhæðni... ef ég kemst þá af án þess að nota hana í öðru hverju orði eins og mér er tamt. mér finnst það virkilega leiðinlegt hvernig fólk bregst við um leið og ég opna munninn, það er alltaf á svipinn eins og að það trúi ekki sínum eigin eyrum. þetta angrar mig svosum ekkert, hvernig ég hljóma enda heyri ég það ekki sjálf en fólk virðist aldrei ætla að komast yfir þetta og nú er svo komið að ég þori varla að opna munninn nema í návist þeirra sem þekkja mig. eins og t.d. í skólanum... nú er ég að læra eitthvað sem að ég hef brennandi áhuga og skoðanir á. en í hvert skipti sem að umræður skapast í tímum og ég hef eitthvað til málanna að leggja, og það er ekki alltaf heimskulegt þó ég segi svo sjálf tek ég ekki sénsinn á að básúna skoðunum mínum af ótta við viðbrögð fólks yfir því hvernig ég hljóma. og ég tala ekki einu sinni það skringilega! ég er bara með pínu barnalega rödd, hún er í stíl við mitt innra sjálf eða þannig... þetta er náttúrulega allt í sömu ætt og annað sem angrar mig við mig sjálfa og tengist sjálfstraustinu. en ég veit bara ekki hvað ég á að gera af því að þetta er ekki líffræðilegt, það er ekki hægt að laga þetta. kannski að ég fari að éta krít í öll mál, eins og úlfurinn í þrír litlir grísir...

á gamansömum nótum: það myndast alltaf einhver "children of the corn" stemning hérna fyrir utan hjá okkur rétt fyrir hádegi á virkum dögum... þá mætir hópur af stúlkum, og ég veit ekki hvaðan þær koma reykjandi sígarettur og slúðrandi. svo sitja þær á rössunum sínum svo sígarettum skiptir eins og einhverjar vinnukonur í þriðja heiminum. fuglabjarg!

annars er það helst í fréttum að ég er að fara að "kovera" lagið christmas card from a hooker eftir tom waits... af því að ég kann að syngja þó ég sé of feimin til að gera það fyrir framan nokkurn mann eða konu.

en nú er ég í eyðu í skólanum og hana ætla ég að nýta í lærDÓM.

9 ummæli:

gulli sagði...

mikið er ég reiður að heyra þetta með hjólið þitt. mínu var líka stolið um daginn. það eru greinilega einhverjir viðbjóðslegir hjólaþjófar í hverfinu. vonandi stend ég þá að verki einhverntíma. þá ætla ég að grípa í munnvikin á þeim og rífa af þeim andlitin.

Móa sagði...

Hvur djöfullinn, þessir hjólaþjófar eru virkilega hin versta sort. Ég fékk nú eitthvað út úr tryggingunum á sínum tíma þegar rússneska mafían stal mínu.

Dilja sagði...

...og svo skal ég plokka úr þeim nef hárin!
þegar ég bjó útí hollandi þá var alltaf verið að stela hjólinu mínu...meira að segja einu sinni vespu (syrgi hana enn) svo öll mín hjólamississamúð fer til þín tinna mín....

Nafnlaus sagði...

Ég held nú að margir séu jafn óttaslegnir og þú og þori ekki að opna munninn hér og þar. Þú bara þorir að segja frá því. Hinir þykjast vera sprækir .... sko sumir. Einhverjir eru náttúrlega sannfærðir um eigið ágæti (sérstaklega margir sem eiga ekki inni fyrir því).
Ég var í t.d. háskóla í grilljónþúsund ár og datt aldrei í hug að opna munninn í tíma af ótta við að opinbera eigin takmarkanir. Það var auðvitað tóm della.

Tinna Kirsuber sagði...

Hver ætli sé seinasti ræðumaður?
Ég var líka hjóla-rænd þegar ég bjó í Hollandi. Djöfuls dópistar, biðu eftir manni í leyni og svo þegar maður kom blindfullur heim og hafði ekki rænu á að læsa hjólinu var það horfið "med det samme" næsta dag.
Mér finnst bara undarlegast að fólk hafi þetta í sér, að geta rænt annað fólk eigum sínum svona blákalt.

Ösp sagði...

oj bara! skil ekki svona lagað!!hvernig fólk hefur samvisku í svona. það
a bara að gelda þetta fólk! En jæja, tónlistarhátíðin í kvöld:) hlakka til að sjá ykkur í tellíinu;)

Nafnlaus sagði...

Mínu hjóli var rænt um daginn fyrir framan sundhöllina. En ég fékk pening til baka af því að ég tilkynnti þjófnaðinn og tryggingarnar borga manni til baka þar að segja ef maður hefur haldið upp á kvittunina þegar maður keypti hjólið.
Gangi þér vel.
Kveðja Thelma

Heiða sagði...

Eg ofunda thig af roddinnni thinni, Tinna. Hun er rosalega flott og serstok, og thu tharft sko alls ekki ad hafa neina minnimattarkennd. (sorri, er i Rom, ekki isl. stafir). Hlakka til ad heyra thig syngja. Love, Heida

Tinna Kirsuber sagði...

Takk Heiða :*