nú jæja... hér sit ég á þessum mánudegi með mitt kúmen-hrökkbrauð og brennheita te. morgninum var eytt í sturtu og lærDÓM sem ég náði að innbyrða með engum herkjum, enda lesefnið stór-skemmtilegt, kvikmyndafræði... seinna meir mun ég svo arka í minn skóla með glósubók í hönd til að innbyrða meira af visku. ætli ég hafi svo ekki kjétbollur og kartöflumús í kvöldmatinn og læri þangað til ég gubba eða þangað til að kastljósið verður endursýnt í sjónvarpinu.
í gær, eða eiginlega á laugardagskvöldið ákváðum við kærustu-kornin að nú mætti aðeins láta af meinlætalífinu (þess má til gamans geta að orðið meinlæti er einnig notað yfir holdfúa samkvæmt ordabok.is) sem hefur einkennt líf okkar undanfarna vikuna. það er nú einu sinni komið nýtt visa tímabil og á því helvíska korti neyðumst við til að lifa á þessa dagana af því að ég asnaðist til að fara í skóla fyrir einhvers hlutar sakir... sú ákvörðun virðist ekki ætla að færa mér neitt nema vandræði og þá sérstaklega á fjárhagssviðinu. en allavega... þá reif ég okkur á fætur þegar það var enn myrkur í gærmorgun og svo örkuðum við, eða keyrðum sökum veðurs niður á gráa köttinn og fengum okkur dýrindis árbít (það var um svipað leyti sem ég uppgötvaði að hjólinu mínu, fagra blakk hafði verið rænt á aðfaranótt sunnudags þar sem að það stóð harðlæst undir eldhúsglugganum. svona getur nú fólk verið andstyggilegt...). að loknum árbít og lestri á vikugömlum morgunblöðum brugðum við okkur í kolaportið sem er uppáhalds staður hvorugs okkar. en þar sem enn var snemmt var lítið sem ekkert af fólki þar og ekki einu sinni búið að opna alla básana. við römbuðum inná einhvern kína-bás (þetta er ritað án allra fordóma) í sömu andrá og ég var að ræða það hvað mér þætti leiðinlegt að eiga ekkert til að fara í á íslensku tónlistarverðlaunin útaf sjálfstæðu anorexíunni. jú, vissulega er það dulítið plebbaleg samkoma og ég hef enga sérstaka ánægju af frægum íslendingum, hitt þó heldur en það þýðir ekki að ég hlakki ekki til og ætli ekki að klæðast mínu fínasta pússi. og viti menn! í kína-básnum (enn fordómalaust) voru kínakjólar á tilboði, einungis 1.500 kr.... sú var tíðin að þetta var það dýrasta sem hægt var að kaupa... og haldiði ekki að örninn minn hafi keypt einn eld-rauðan og níð-þröngan kínakjól á dúkkuna sína. ef best verður á kosið get ég bara staðið í sömu stellingunni á sama staðnum allt miðvikudagskveldið, en andskotinn hafi það ef ég er ekki dead-sexí í þessum blessaða kjól.
senn líður að þorrablótinu norðan heiða í aspar-dalnum, næsta laugardag n.k. og ég velti því fyrir mér hvort það sé svona "dresscode" á þorrablótum. eru það ekki bara gallabuxur og lopapeysa? eða lopapeysa, ber að neðan og gúmmítúttur... ég hlakka allavega til, hvort sem ég þarf að vera allsber eða ekki.
mánudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
mér finnst að þú eigir að fara í foxí kínakjólnum á þorrablótið. ég fór í það minnsta eitt sinn á svona þorrablót í brussel og þar vor allar kellurnar með uppsett hár, í silkihönskum og mink vafinn um líkamann. mér var svo gott sem vísað á dyr fyrir að vera í gallapilsi.
Mér skilst að manni sé sveiflað hægri og vinstri í e-m trylltum dönsum með bændunum á þorrablótunum þarna... Ég legg ekki traust mitt á að kjóllinn haldist með því móti utan á mér. Ég finn e-ð útúr þessu ;)
farðu í eitthvað sem fer vel við súru pungana, selshreifana og úldnu eggin...það var meðal kræsinga á þorrablóti sem ég fór einu sinni á í Mývatnssveitinni! Þín, Svanhildur
Hahaha! Það á eftir að líða yfir mig ef það verður á boðstólnum :D
Innbyrða, ekki innbyrgja - fyrst þú ert alltaf að læra ...
þetta er svona "bring it yourself" blót eins og ég held að flest eru, og okkar bakki inniheldur hangiket, kartöflustöppu, hrútspunga, hákarl og harðfisk, alltsaman ágetis kræsingar, svona fyrir utan hrútspungana og hákarlinn..:) og svo bara nóg af brennivíni til að skola þessu með ;)
Takk Ágúst... Arrrgg.
Ösp: Þetta hljómar allt saman vel, ég er full af kvíðablandinni tilhlökkun en aftur á móti mun ég ALDREI leggja mér kynfæri dýra til munns og seinast þegar ég drakk brennivín sem var talsvert fyrir leyfilegan drykkjualdur endaði það ekki vel... En eins og ég segi, kvíðablandin tilhlökkun ;)
Skrifa ummæli