föstudagur

þegar ég vaknaði í gærmorgun vissi ég að ég ætti ekki að fara á fætur, en ábyrgðartilfinningin rak mig á lappir og ég mun blóta þeirri ákvörðun svo lengi sem ég lifi. til að byrja með þá sef ég sérlega illa um þessar mundir útaf ónefndum ástæðum, ég vakna oftast um kl. 5 á morgnana og ligg svo í rúminu fram til 8 eða þegar vekjaraklukkan hringir sem er ekkert nema leiðindi því að ég er aldrei eins opin fyrir áhyggjum og kvíðaköstum en þegar ég vakna svona um miðjar nætur og þögnin og myrkrið er minn eini félagsskapur... og jú, reyndar sofandi örninn líka og á henn er hreinn unaður að horfa en ég er ekki geðsjúk svo ég stend ekki í því í nema svona hálftíma tops. og þar sem að gærmorgunn byrjaði svona leyfði ég mér að lúlla aðeins frameftir þegar örninn var farin í vinnuna. undarlegt nokk þá get ég það í þessu ástandi, sofið á daginn. þegar ég svo drullaðist á lappir í kringum hádegi var hausinn á mér að springa og ég sá varla útum augun sem voru svo svefnbólginn að það var líkt og ég hefði verið kýld herfilega fast í andlitið og það tók bólguna fjóra tebolla, trilljón sígarettur og tvo tíma að hjaðna. í úrillu skapi fór ég svo í skólann og entist þar svona tvo/þriðja af tímanum en þá gafst ég upp á geðvonskunni og fór heim til að umlykja mig hlýju og öryggi og kannski slá á gremjuna. og svo kom örninn minn heim og hlutirnir litu mun betur út, lundin lyftist og allt varð betra. ég var að fara að horfa á the graduate fyrir skólann en um þá mynd er ég að fara að gera stutta ritgerð um helgina og ég hlakka vægast sagt til. nema hvað, til að gera langa sögu stutta þá var myndin biluð eða seinni helmingurinn af henni og ég var að gæða mér á hnetum og braut í mér tönn. og ég er sko ekki að tala um smá flís úr tönninni eða smá sprungu, það er svona einn/fimmti af tönninni farin, gone away... hvissssss! og stykkið datt ekkert strax úr, það hrundi úr í morgun þegar ég var að rembast við að bursta tennurnar og það blæddi og ég missti það, stykkið næstum ofaní vaskinn. ég ætla ALDREI að borða hnetur aftur, handbendi djöfulsins árans andskotans hnetur. og lélegu tennur sem ég er með! og nú þarf ég að fara til tannlæknis á mánudaginn. ekki nóg með að það kosti peninga sem ég ekki á til heldur er ég svo logandi hrædd við þessa starfsstétt, þ.e. tannlækna að ég skæli á biðstofunni í hvert skipti sem ég kem þangað. þetta er ekkert grín! þessar hrakfarir fara í sama kafla í ævisögunni minni og þegar ég skar framan af fingrinum á mér í FB og einhver stal stykkinu sem ég skar af, sáraumbúðirnar gréru fastar við puttann á mér af því að heilsugæslulæknar eru ekki raunverulegir læknar og svo trompaði ég það með því að missa heilt rúm ofan á þennan blessaða fingur. HANA NÚ!

mér er það hulin ráðgáta afhverju garðar cortes jr. var kosinn kynþokkafyllsti karlmaður íslands. hefur fólk hlustað á hann tala? hann er eins og einhver ýkt útgáfa af agli ólafssyni og skælir örugglega alltaf þegar hann er búin að fá það. eða þá að hann fær það alltaf í buxurnar... premature evacuation! ég skal segja ykkur hver er kynþokkafyllsti karlmaður íslands, örn eldjárn, that´s who! úff, ég væri sko til í að dýfa honum í kaffið mitt... aftur og aftur og aftur og aftur og aftur... hafið mig afsakaða.

2 ummæli:

Ljúfa sagði...

Æ, þú ert alveg dásamleg. Ég brosi svo oft þegar ég les bloggið þitt. Svo er ég alveg sammála þér með g.c.j.

Tinna Kirsuber sagði...

Takkí takk!