fimmtudagur
er ekki búin að vera dugleg við skrif undanfarið, en það er góðar ástæður fyrir því. ákvað í morgun í fyrstu tilraun til að vakna (sem mistókst) að létta algjörlega á hjarta mínu hér, draga ekkert undan og segja ykkur hvernig málin standa, hef svosum engu að tapa. þetta er bara spurning um að treysta því að það verði ekki notað gegn mér. afhverju ætti ég að fela það sem ég er að takast á við? ég les bloggsíður þar sem fólk er að takast á við krabbamein eða er í meðferðum af því að það getur ekki átt börn. þetta er ekkert leyndarmál enda skil ég ekki leyndarmál og ég ætti ekki að þurfa að skammast mín fyrir að verða stundum leið fyrst það var á annað borð verið að greina mig með þennan þunglyndis-sjúkdóm sem allir eru að springa úr fordómum og skilningsleysi gegn, þ.á.m. ég. það er erfitt að eyða heilu dögunum í að kalla sjálfan sig aumingja sem getur ekki neitt, geta ekki farið framúr rúminu af því að maður sér ekki tilganginn til þess, halda andliti fyrir framan alla og passa sig að tala ekki um hvernig manni líður í raun og veru, geta hvorki sinnt vinnu né skóla nema í einhverjum hálfkæringi af því að manni líður svo illa og svo margt meira. ég er samt minn versti óvinur. alltaf svo reið við sjálfa mig, hata mig stundum og mjög oft. ég hef samt engan áhuga á að drepa mig, reyndi það einu sinni og ekki með tilætluðum árangri, sem betur fer kannski en ég mun líka alla ævi skammast mín til innsta kjarna fyrir það. það voru mistök frá a-ö. ég hef heldur engan áhuga á að skaða sjálfa mig á neinn hátt líkamlega, nóg geri ég af því andlega þannig að þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því að verða vitni að sjálfsmorði eða líkamsmeiðingum í beinni útsendingu á veraldarvefnum. en þetta er nú bara toppurinn á ísjakanum, nenni ekki meiru í dag. en þið sjáið að það er á heilmiklu að taka og það er mikil vinna og erfið. kannski mun einhver í sömu sporum og ég lesa þetta og líða betur af því að vita að hann eða hún er ekki ein. og ég er aldrei vond við neinn annan en mig, allavega ekki af ásettu ráði. ég elska mjög mikið af fólki mjög heitt og innilega og ég vil þeim öllum alltaf það allra allra allra besta sem völ er á í heiminum, m.a.s. sumum sem að ég held að sé endilega ekkert mjög vel við mig eins og fyrrverandi eiginkonum og öðru fólki. ég vildi bara að ég gæti gert það sama fyrir mig. sjáumst síðar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Þú ert alls ekki ein um þetta en það er ótrúlegt hvað fordómarnir eru enn miklir þó að þetta sé mjög algengt.
Tell me about it! Það eru kannski manns eigin fordómar sem þó eru verstir....
Já, sjálfsníðið er það allra versta.
...síða af síðu...og hingað kíki ég stundum....takk fyrir að deila þér með okkur tinna....ég kann að meta það og virði það...
Þú ert ekki ein um að líða svona... en það tekur tíma að vinna sig áfram... hjá mér er það eiginlega þannig að eitt skref áfram, tvö skref afturábak... aftur og aftur og aftur.
Haltu bara áfram að tjá þig, það er gott - fyrir alla
Kannast við sumt sem þú skrifar hér - þetta er erfið vinna en þetta kemur að lokum
Ég dett stundum hérna inn og vildi bara segja takk fyrir gott blogg og gangi þér allt í haginn.
kv
Dísa
Ég segi líka, takk fyrir að deila með okkur, og heyrðu, ég hef trú á þrátt fyrir niðurtúrana, skjóti þér alltaf upp aftur. Þú ert líka svo dugleg
Skrifa ummæli