laugardagur

ég verð bara að minnast á dásamlegan dag sem ég átti í gær með besta vini mínum honum gulla. í marga klukkutíma þræddum við bæinn og litum inní búðir, spjölluðum um allt og ekkert. stundum er svo gott að eiga svona góðan vin, eða alltaf. að þurfa ekki endilega að tala um þetta leiðinlega heldur bara fá félagskapinn og hlýjuna sem honum fylgir. hann er sko gullið mitt hann gulli minn. auk þess eru strákar oft skemmtilegri félagsskapur en stúlkur, þeir koma með allt annan vinkil á hlutina, eru ekki í keppni við þig að tala um sjálfan sig og oft bara einhvern veginn hressari, síður mæðulegir. ég biðst forláts á þessari upptalningu, ég er mjög mikil jafnréttismanneskja þegar kemur að stöðu kynjanna í heiminum og utan hans en svona finnst mér þetta bara stundum vera. ekki það að stúlkurnar í kringum mig séu einhverjar skíta-pöddur...

Engin ummæli: