mánudagur
og nú hefst hið daglega stríð... svona er þetta búið að vera s.l. vikur eftir að ég byrjaði á nýju lundarlyftunni. um kl. 14:30 á hverjum einasta fjárans degi fer ég að þreytast alveg óskaplega og næ varla andanum fyrir geispum. og svo þarf ég að berjast af öllum mætti við löngunina til að leggjast uppí yndislega og góða rúmið okkar. þetta er svo erfitt að þið getið ekki ímyndað ykkur það, sérstaklega þegar ég læt undan og ekki kalla mig aumingja því þið vitið ekki hvernig þetta er, þá sofna ég í 2-3 tíma, missi af skólanum og deginum og eyði öllu kvöldinu í samviskubiti og vonleysi. ég held samt að mér takist að sigrast á þessu í dag en það gerir það líklega að verkum að ég sofna í tímanum á eftir. en ég mæti þó allavega...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
óskaplega ertu pródúktív. ég kom hérna síðast um hádegi á föstudag og síðan þá hefuru skrifað meira en ég hef skrifað síðustu þrjá mánuði.
hey, annars var gaman að hangsa um daginn. við þyrftum að gera meira af því
Tell me about it! Mér fannst frábært að hanga með þér.
vítamín og kaffi, mæli með því
thu ert ekki aumingi, thu ert hetja ad standa i thvi ad berjast vid pukana - med eda an lundarlyftu. afram thu!
kv. dyggur lesandi
Skrifa ummæli