miðvikudagur

við virðumst þrífast á því að eiga í átökum við hvert annað, það er tækifæri sem við látum sjaldan fram hjá okkur fara hvort sem að líf eru í húfi eða ekki. nú er fjöldinn allur af fólki búið að láta lífið útaf átökum sem hafa brotist út útaf þessarri myndbirtingu þarna í jótlandspóstinum. mér finnst þetta mál svo skrýtið og svo óskaplega leiðinlegt, það lyktar allt af fáfræði, skilningsleysi og öfgum.

sú var tíðin að ég og lóa horfðum oft á kvikmyndina reality bites. ég klippti m.a.s. lóu einu sinni eða gerði tilraun til þess eins og winona ryder er klippt í myndinni atarna... á sunnudaginn var kósý dagur og mér fannst tilvalið að rifja upp góðar stundir og taka reality bites á vídjóleigunni og jafnframt kynna örninn fyrir þessarri undursamlegu kvikmynd. en eitthvað hefur breyst, hún vakti alls ekki þau sömu gleði-viðbrögð og hún áður gerði, nú fannst mér hún m.a.s. bara hálf leiðinleg, persónurnar barnalegar og allir eitthvað svo klobbalegir. ætli þetta sé það sem gerist þegar maður er orðinn fullorðinn? ég er þó blessunarlega ekki komin á það stig að vilja eingöngu horfa á kvikmyndir sem fjalla um ekkjur að berjast við krabbamein eða krúttileg og munaðarlaus börn.

æj... þetta er allt eitthvað svo til einskis.

2 ummæli:

Heiða sagði...

ha, ekkjur að berjast annað hvort við krabbamein eða krúttileg og munaðarlaus börn? hahahaha...

Tinna Kirsuber sagði...

Já Heiða mín, það er örugglega ekkert tekið út með sældinni að vera ekkja.