fimmtudagur

það er allavega komið á hreint að ginsengið hefur engin sérstaklega "samstundis" áhrif... ég er óskaplega þreytt núna, mikið lifandi skelfings ósköp sybbin ég er. ég er náttúrulega með eindæmum óþolinmóð en kommon! mig vantar að hressast, ekki seinna en í gær. þetta hefur fengið mig til að leiða hugann að því að kannski hefði ég ekkert átt að byrja á lundarlyftunni, ekki svona akkúrat þegar ég er að reyna að leggja stund á strembið háskólanám. en er einhver annar tími svosum betri en þessi? ég held ekki, það myndi alltaf vera eins og mig vantar aðstoðina þó ég nenni ekki að bíða eftir henni í sex mánuði eins og læknirinn minn vill meina að sé málið, það tekur lundarlyftuna einhverja mánuði að fara að virka sem skyldi eins og ég held að ég hefi áður nefnt hér. ég gæti náttúrulega farið til heimilislæknisins og vælt og fengið einhvern lyfjakokteil sem myndi samanstanda af kvíða- og þunglyndislyfjum og svefntöflum. það myndi hins vegar þýða að persónuleikinn minn myndi breytast og því hef ég ekki áhuga á, ég er með ágætis persónuleika þó ég sé klikk. ég vildi bara að ég myndi hætta að vera andvaka á næturnar og alltaf á sama tíma sem er eiginlega bara "krípí", þá væri ég ekki alltaf svona þreytt og þetta væri aðeins skárra. best væri ef ég gæti fengið einhvern til að koma alltaf og sækja mig og fara með mig í skólann, ég veit að það er barnaskólalegt en ég held að það myndi hjálpa mér heilmikið því að freistingin að leggjast uppí rúm og bara sofna þegar ég er svo þreytt að mér finnst ég ekki geta andað er ótrúlega erfið viðureignar. eins og núna... ég á að mæta eftir rúman klukkutíma í skólann og ég þarf að taka á öllu mínu til að sofna ekki. þetta er alveg glatað... lyfja-helvítis-vesen.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

fáðu einhvern til að vera samfó í skólann!....

Nafnlaus sagði...

Prófaðu bara að vakna klukkan 5, ef að það er þá tíminn sem þú vaknar, og fara á fætur. Þá ættiru (vonandi) að vera orðin yfirgengilega þreytt næsta kvöld og ferð þá bara snemma að sofa. Getur reynt að líta á björtu hliðarnar við þetta, þú ferð snemma að sofa, vaknar snemma, getur skellt þér í sund og mætt full af orku og frískleika í skólann. :)

Tinna Kirsuber sagði...

Takk fyrir ráðin... Sund hefur hins vegar aldrei verið minn tebolli s.b. færslan sem ég skrifaði hér fyrir nokkru um nekt og að vera nakin með stórum hóp af fólki.