þriðjudagur
ég hef nú gert mér grein fyrir því að læknirinn sem ég dásamaði hér fyrir viku síðan lét mig fá lyfleysu, ég er fórnarlamb ólöglegra lyfjaprófana... ætli hann hafi ekki stolið úr mér nýrunum í leiðinni, bölvaður. eða þannig er það í ýktum huga tinnberts. sannleikurinn er líklega sá að lyfin sem ég fékk virkuðu ekki á sýklana, stundum mynda þeir víst eitthvert mótvægi gegn þeim, þarf bara einhver önnur lyf. og mér líður doldið núna eins og að allri seinustu viku hafi verið kastað á glæ og peningum á eftir... en ég er að reyna að vera jákvæð... nýja þemað muniði? mest myndi ég vilja væla hér um hvað heimurinn er ósanngjarn og að þetta hljóti allt saman að vera eitthvert kosmískt samsæri gegn mér og ég sé óheppnesta mannvera sem ráfar um á þessari aumu pláhnetu... en nei! ég fæ bara önnur lyf. og mig langar til að taka það fram að það virðist ekki virka hætishót á mig að éta þessi trönuberjahylki, drekka trönuberjasafa né taka acidophilus gegn þeim leiðindar vágest sem oft herjar á konur þegar þær þurfa að taka sýklalyf... segi ekki meir um það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
ekki lata deigann siga! this too shall pass. eg veit thad, thvi eg hef verid i svipudum sporum. kv. dyggur lesandi.
Graedismyrsl frá jurtasmydjunni, er lang best vid thessum thekkta vágest. Tala af reynslu
ohhh ég er búin að vera að pirra mig á því sama (þeas að fara til læknis og það virkar ekki sem hann ráðleggur manni)..
ég er ennþá með streptókokka í hálsinum eftir 3 pensilín kúra á 2 mánuðum..
óþolandi dýrt vesen
Já, þetta er alveg hellað. Það virðist hvaða fífl sem er geta orðið læknir á Íslandi... Kannski maður fari bara í lækninn!
Skrifa ummæli