miðvikudagur

ég á að vera að læra fyrir próf sem ég er að fara í eftir nokkra klukkutíma, ég átti að byrja að læra fyrir þetta próf fyrir nokkrum dögum síðan en hef ekki getað komið mér í það. afhverju? jú, af því að ég fer að hugsa um prófið og byrja að fyllast kvíða. þá reyni ég að sannfæra sjálfa mig um að það sé óþarfi, ég er að læra það sem mér finnst skemmtilegast í heimi. en allt kemur fyrir ekki, ekkert virkar og ég lokast inní einhverju ónotuðu hólfi í heilanum á mér. sjálfhelda í eigin huga. ég veit ekki afhverju ég er að reyna þetta, ég er augljóslega fædd til að vera öryrki. þetta er undarlegt... það lokast allt.

annars elduðum við saltkjöt og baunir og rófur (takk hjörtur) í gær að sjálfsögðu. og svo buðum við þrándi í mat því allir ættu að njóta góðs af þeim herramannsmat sem saltkjöt & baunir er. ég keypti ekki sérvalið kjöt af því að ég vildi frekar vera sparsöm og uppskar þ.a.l. nokkra ágætis bita og tvo sem voru BARA fita en við náðum öll að verða södd... æj... hausinn á mér er að springa og ég nenni þessu ekki.

Engin ummæli: