föstudagur


jæja... ég er sumsé með blöðrubólgu líka og sýklarnir eru eitthvað að streitast á móti lyfjunum sem ég fékk og læknirinn segir að ég þurfi að vera þolinmóð, klára kúrinn... ekki mín besta hlið en hvað um það, ég tók nefnilega ákvörðun í gærkvöldi eftir að mér hafði vinsamlega verið bent á hvað þyrfti að laga...

það er góð tilfinning þegar einhver bendir manni á galla manns og maður missir ekki vitið af bræði og vænisýki heldur tekur það til sín og ákveður að bæta það... af því ég veit að það er satt. ég ætla sumsé að hætta að vera svona neikvæð, eða reyna það. hef verið það alltof lengi og það er pyttur sem auðvelt er að komast oní en þrautinni þyngra að komast uppúr. en nú er lag... ókei, ég er reyndar veik og er orðin geggjað eftirá í skólanum en fokkit! ég ætla að byrja að taka mig á, vera jákvæðari. þetta er skemmtilegt líf, ég á að vera þakklátari fyrir að fá að lifa því þó það sé stundum "a bumpy ride", en þannig er það líka hjá öllum og það þýðir ekki að gefast upp. ég minnist þess ekki að því hafi verið logið að mér í móðurkviði að þetta væri allt ein heljarinnar skemmtiferð... aftur á móti er ég fararstjórinn og það er ég sem geri þetta skemmtilegt, enginn annar. og hana nú!

það þýðir þó ekki að ég ætli að sleppa hendinni af minni alkunnu biturð og kaldhæðni... ég vaknaði upp í nótt, held reyndar að það sé aðeins að draga úr andvökunni en ég nenni heldur ekkert að pirra mig á þessu lengur, í versta falli missi ég vitið. nema hvað, þá var ég að brjóta heilann eins og oft þegar ég er andvaka og ég fór að hugsa um fyrirbærið stelpur/konur. þær eru skæðar verur, varhugaverðar með meiru. t.d. hefur homo kona að því er virðist, ánægju af því að vera reið útí einhvern, helst þó kynsystur sínar eða maka. þær reyna oft að misskilja það sem er fyrir framan þær og rangtúlka á neikvæðan hátt í sinn garð. svo verða þær alveg snar-vitlausar og reiðar áður en að nokkur fær rönd við reist eða tækifæri til að útskýra. manni sýnist stundum sem að þessar verur leggi allt kapp við að fá sem neikvæðasta niðurstöðu útúr hlutunum, og þær verða reiðari... þær segja ekkert en þú veist að þær eru reiðar og þessi samúð sem þær eru að öllu jöfnu þekktar fyrir fær að fjúka. þær neita að heyra nokkur rök af því að þær elska dramatík og oftúlkanir. og að vera í fýlu útí einhvern. þetta er bara mín skoðun en ég er auðvitað sjálf kona svo þetta gæti allt eins verið alger hrossaskítur... (homo karlar þjást líka stundum af þessu, þá eru þeir sagðir kellingalegir).

en já, já, já er nýja orðið hjá mér og nú ætla ég í sturtu til að hressa mig við... vildi að það væri hægt að þvo af sér blöðrubólgu. og svo ætla ég að læra, borða seríós, kannski kíkja á vídjó en umfram allt vera ofsalega jákvæð og glöð... það er nú einu sinni að koma vor og það þýðir ekki að sitja aðgerðarlaus þó maður sé lasinn.

blex og góða helgi elsku pysjur. afsakið leiðindin undanfarið...

Engin ummæli: