föstudagur

unglingarnir sem reka bónus á laugaveginum (ef útí það er farið virðast unglingar reka mestmegnis af öllum stór-verslunarkeðjum í landi voru, þetta er það sem yfirmenn stuðla að þegar þeir geta ekki boðið fólki í afgreiðslu- og þjónustustörfum mannsæmandi laun. ég tala af reynslu) horfðu forviða á mig þegar ég innti þá eftir gulum baunum. þau byrjuðu á því að teyma mig að niðursoðnum maískornum sem ég reyndar skil alveg, kalla þetta stundum sjálf gular baunir. þegar ég sagði þeim að þetta væri ekki alveg það sem ég væri að leita að heldur þessar sem maður notar í baunasúpur sýndu þau mér kjúklingabaunir frá euroshopper, sem BTW er alveg stór-merkilegt fyrirbæri og hræ-dauðans-ódýrt og ekki svo slæmt merki. þá hugkvæmdist mér loksins að segja þeim að ég væri að leita að saltkjöt&baunir baunum en þá voru þær náttúrulega ekki til. keypti saltkjöt sem ég ætla að hafa í næstu viku og fann svo baunirnar á billegu verði í krembúllunni á skólavörðustígnum.

þessu er beint að þeim sem eru góðir í íslenskri tungu... hvað er það kallað þegar sami stafurinn kemur þrisvar sinnum fyrir í orði í röð? ef það er þá kallað eitthvað... eins og t.d. rassskella... hvað er þetta kallað? ég er svo voðalega hrifin af þessu, finnst þetta eitthvað svo skemmtilegt þegar þetta kemur fyrir í orðum. jafn skemmtilegt og að heyra þegar hendi er strokið eftir skeggjuðum vanga og líka hljóðið þegar körfubolti rennur í gegnum körfuna. jafn skemmtilegt og grár himinn. jafn skemmtilegt og að gefa öndunum brauð...

ég svaf sérstaklega illa í nótt. engu að síður drattaðist ég í skólann í morgun, sofnaði reyndar aðeins yfir myndinni sem við horfðum á en það gerði ekki að sök, hún var hrútleiðinleg ádeilumynd frá þriðja heiminum. og það er enn við það sama, mér líður eins og það sé að fara að blæða úr augunum á mér ég er svo þreytt. djöfuls fokkíng ginseng smingseng. rip-off!

á leiðinni heim úr bónus sá ég kjól sem mig langar í og líka skó. kjóllinn er rauður með hvítum doppum en að eignast slíkan kjól hefur verið draumur í nokkur ár. nú er þetta aftur á móti að verða að einhverrri fjandans tísku og því fyrirbæri er ég ekki hrifin af. en mig langar samt í kjólinn og það sorglega er að hann er nógu ódýr til að maður myndi leyfa sér að eignast hann en nógu dýr til að ég hafi ekki efni á honum. fjandans. og svo eru skórnir gulllitaðir (jeijj! þarna kemur þetta, þrír eins stafir í röð) og mig vantar nýja gullskó, finnst "möst" að eiga gullskó fyrir konu eins og mig. og það er sama sagan með þá, þeir eru nógu ódýrir til að maður myndi leyfa sér að kaupa þá en nógu dýrir til að ég hafi ekki efni á þeim. mér er ekki viðbjargandi...

en nú ætla ég aðeins að halla mér og láta mig dreyma um mig hlæjandi í rauðum kjól með hvítum doppum og gullskóm, ríðandi berbakt á guttormi nauti. það var sko karlmenni...

6 ummæli:

Þórdís Gísladóttir sagði...

radddálkar

Þórdís Gísladóttir sagði...

http://truth.is/radddalkar/

Tinna Kirsuber sagði...

Takk kærlega!

Nafnlaus sagði...

vard hugsad til tin um daginn tegar eg var i Rockahula, rokkabillybudin sem eg hef margsagt ter fra.... Tar fæst sum se mjøg Tinnuleg skyrta, (allt tarna inni er Tinnukirsuberjalegt!) sem er svørt, stutterma med kirsuberjum sem eru eins og HAUSKUPUR!! geggjad kul madur.....!
Missjú, Bi.

Tinna Kirsuber sagði...

Kauftana!!!!!!

Nafnlaus sagði...

þátttaka ;o)