í dag ætla ég að:
læra
ryksjúga gólfið
vaska upp
taka lítillega til
taka af mér gamla og skorpnaða rauða naglalakkið
klippa fingurneglurnar
fara í sturtu
klippa táneglurnar (mikill óþarfi að vera með þessar táneglur. ég nota þær ekki til neins. ekki til að hanga niður úr laufkrónum a.m.k.)
í fréttablaðinu í dag (ekki í morgunblaðinu sem ég fæ nú ókeypis eftir að gömul kona hringdi hér seint um kvöld og bauð mér það. ég sagði bara já) talar úlfhildur dagsdóttir, sem ég ber mikla virðingu fyrir sem kvikmyndafræðingi um að fyrsta alien myndin sé besta hryllingsmynd allra tíma. þessu gæti ég svosum alveg verið sammála, kannski ekki alveg en hvað um það... en eins og þið vitið þá festum við hjón kaup í öllu aliens safninu eins og það leggur sig á senu markaðinum ekki alls fyrir löngu. það sem úlfhildur segir um alien myndirnar í fréttablaðinu í dag er allt satt en aftur á móti langar mig að bæta einu við það, bara mitt persónulega álit sem þróaðist eftir að hafa horft á allar alien myndirnar. aðalhetjan er kona eins og allir vita, kúl hörkukvendi. það fær enginn nóg af þeim. aftur á móti er það mín skoðun að ein af ástæðunum fyrir því að aðalhetjan er kona er svo að menn geti fengið að lumbra á konu og svo að menn geti fengið að sjá þegar það er verið að lumbra á konu. allar myndirnar er ripley ekki bara að berjast við geimverurnar heldur líka nokkurn veginn við alla karlmenn sem á vegi hennar verða. allir virðast þeir hata hana, sumir sjá þó að sér en oftast ekki fyrr en eftir höstug orðaskipti og líkamlegar ryskingar og gott ef ekki einni nauðgunartilraun líka. í alien myndunum fær hatur á konum að blómstra. er það tilviljun að í seinustu myndinni er ripley bara klóni af sjálfri sér? orðin móðir geimveranna... ég væri alveg til í að kafa dýpra ofaní þessa pælingu, þetta er bara þverskurður en ég hef ekki tíma í það núna.
önnur skoðun... ég er fyrir virkilega miklum vonbrigðum með mammút. er fólk í alvöru að dásama þetta unglinga/þunglyndis/ófrumlega band? ég vil alls ekki gera lítið úr þeim, gott og frábært ef þeim gengur vel en ég átti von á einhverju miklu miklu miklu betra en þessu. mér finnst ég hafa heyrt svona tónlist þúsund milljón sinnum áður. doldil klisja... úff, erfitt að vera svona leiðinlegur.
mánudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Þetta er áhugaverð kenning um Alien hjá þér. Núna langar mig að horfa á myndirnar allar aftur, mér fannst þær hryllilega góðar á sínum tíma. Það hefur verið skrifuð grein um G.I. Jane sem mig minnir að sé með svipaðar pælingar um karlmennsku og kvenleika. G.I. Jane þarf eiginlega að verða karlmaður til að vera samþykkt og þar er ein umbreytingin t.d. þegar hausinn á henni er rakaður. (ef ég man rétt)
Já, takk fyrir það. Væri reyndar til í að gefa henni meiri tíma, altsvo pælingunni... En það er aldrei að vita, kannski skrifa ég bólk um þetta. Reyndar finnst mér munurinn á Alien myndunum og G.I. Jane vera töluverður hvað varðar gæði og innihald en það er náttúrulega smekksatriði en kvennahatur er augljóst í þeim báðum eða þá að það er gefið mjög til kynna að konur geti ekki komist áfram á "kvenlegum" eiginleikum. Þær þurfa að verða menn til að "geta" eitthvað...
Svo er það skemmtileg pæling ... í Aliens nr. tvö ... þegar Ripley er að berjast við skrímslið, þá þarf hún að fara inn í lyftaravélina (taka á sig ímynd vélar) til að slást.
Nákvæmlega!!!
Skrifa ummæli