miðvikudagur


þessi gullkálfur á afmæli í dag og er nú jafngamall mér. hann er besti gullinn minn og besti vinur minn... til hamingju með daginn elsku gulli! og ég segi það enn og aftur... allar stúlkur eins og ég ættu að eiga einn svona gulla-vin. ómetanleg vinátta, maðurinn bregst aldrei.

er annars komin á fullt skrið í ritgerðarsmíðum og með góðri von um að ég sé ekki að "jinxa" neinu gerir ég ráð fyrir að klára a.m.k. eina ritgerð í dag. svo gott er... ég kvarta ekki yfir neinu.

örninn minn og krúttsprengjurnar í shadow parade eru að spila á gauknum í kvöld... ég ætla að mæta og verða gegggjað full og með læti í stuttu pilsi. það er sko þriðji sunnudagurinn í þessari viku á morgun... þynnkudagur!!! og fyrir graða og einmana karlmenn mæli ég eindregið með að mæta á tónleikana í kvöld... það verður úr nægu magni af sauðdrukknum unglingsstúlkum með anorexíu og of mikla ljósabrúnku að velja (óæðri tegundin af grúppíum). take a pick and don´t go home alone... gríííín. bara að gera góðlátlegt gys að druslum. aftur grín... jess! ég er í góðu skapi!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

híhí,, en fyndin mynd,

þegar ég var að byrja deita gulla þá fékk ég sterka löngun til að googla hann, sem ég og gerði, og þá fékk ég upp þessa mynd af gulla í gulu skyrtunni

fróðleiksmoli í boði obbu

Tinna Kirsuber sagði...

Já, það var um tvær að velja... Mé fannst þessi skondnari :D