sunnudagur

ég er bara að drepa tímann uns ég þarf að mæta til vinnu. ágætt að gera eitthvað að viti þessa helgina... þ.e. að vinna meina ég sko. hef verið óskaplega löt undanfarna daga, ekki nógu gott og ekki gott fyrir sjálfsmyndina. engu að síður finnst mér ég þurfa að vera löt einn dag í viðbót, daginn í dag. ef ég á að gera eitthvað að viti þarf það að hefjast að morgni dags og haldast þannig óslitið til kvölds. þannig vinn ég best... í skipulögðum tíma. ég er samt ekkert að væla, alls ekki... er bara róleg í sálinni í dag. þess vegna ætla ég bara að hafa það huggulegt eftir vinnu í dag og taka svo vel á því frá og með fyrramálinu. vera dugleg, taka 2-3 daga í seinustu ritgerðina og byrja svo að læra fyrir prófin sem ég stefni á að standa mig sérlega vel í þetta árið.

ég ef annars engar sérstakar skoðanir í dag... var að hugsa eitthvað í gær áður en ég sofnaði en er búin að gleyma því núna. það hefur þá varla verið það merkilegt...

erum búin að festa kaup í miðunum til amsterdam í sumar. á visa að sjálfsögðu, en ekki hvað? hlakka ótrúlega til... rómantísk tíu daga síðsumarferð til amsterdam er það besta sem ég gæti hugsað mér. það besta sem ég GET hugsað mér. örninn minn og ég... ótrúlega fallegt umhverfi, rólegheit og hellingur að skoða. og ég ætla á öll söfnin sem ég fór ekki á þegar ég bjó þarna. ég hlakka svo til og ég hef ekkert meira að segja í dag.

2 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Amsterdam er þá þín Muenchen, eða Muenchen mín Amsterdam. Til hamingju með ferðina.

Tinna Kirsuber sagði...

Takkítakk :D