fimmtudagur

ég er geggjað þreytt... og mér finnst fólk ekki vera nógu duglegt að blogga. ekki koma með eitthvað svona sniðugt "komment" um að líf mitt sé svo innantómt að ég hafi lítið annað að gera en að blogga en að þið séuð öll fólk í vinnu. það er mun sorglegra að lesa um einkalíf fólks sem maður þekkir lítið sem ekki neitt á veraldarvefnum frekar en að skrifa þar um sitt eigins líf.

stundum langar mig að öskra á geðlækninn minn að ég þarfnist hennar ekki og mér finnist hún ekkert vita í sinn haus. ég geri það að sjálfsögðu ekki en ég er því ákaflega fegin að næstu tvo fimmtudaga er frí. gluð blessi skírdag og gluð blessi sumardaginn fyrsta. ég get alveg eins átt í þessum samræðum inní mínum eigins haus eins og að ferðast í klukkutíma uppí mosfellsbæ til að sitja í blómastól og væla um sömu hluti. það er auk þess fokdýrt og ég hef ekki einu sinni efni á að borga henni fyrir mars og apríl...

úff, ég er alveg að lognast útaf...

3 ummæli:

Ljúfa sagði...

Kannski er það frekar þannig að líf letibloggaranna sé svo tíðindalítið að það hafi ekkert til að blogga um. Það á a.m.k. við um mig.

Ösp sagði...

Hvaða vitleysa! Því neita ég að trúa... Hvað með það sem er inní hausnum á fólki? Allir eru alltaf að hugsa eitthvað...

Tinna Kirsuber sagði...

Þetta er sumsé ég hér að ofan... Óvart inni á mágkonu minni.