þriðjudagur
í gær gerðist ég félagi í geðhjálp. maður verður nú að hafa einhverja tengingu við þjáningasystkini sín og styrkja þau í leiðinni. það eru margir mun verr settir en ég, algjörlega.
í gær uppgötvaði ég líka nokkra nýja hálfvita, eða tvo. það er ofur-óhamingjusama fólkið sem unir sér ekki nema í einhverju samsæris-plotti og lygum um aðra. ef ég myndi fá einhverja yfirgengilega og ótrúlega lygi um sjálfa mig beint í andlitið myndi ég leita uppruna hennar og leiðrétta. líka þann sem kom lyginni af stað. reyndar var verið að ljúga upp á mig, bara ekki með "hefðbundnu" leiðinni og í stað þess að til mín væri komið svo hægt væri að greiða úr hlutunum á þroskaðan hátt var frekar kosið að trúa bara kjaftæðinu og láta þar við sitja. þetta er mér þvert um geð og svo hristir fólk hausinn og er pirrað þegar maður vill hreinsa mannorð sitt. vesalings fólkið... en nú er þetta að mestu komið á hreint og mér er hvort eð er nokk sama hverju þetta fólk kýs að trúa upp á mig. mér fannst bara sárast ef að þeir sem skipta mig máli væru eitthvað að efast, en svo er víst ekki svo hinir geta bara étið það sem úti frýs og vonandi kafnað á því.
annars hef ég verið fremur dugleg í dag, eða það finnst mér. það hefur gengið vel að safna saman og vinna úr heimildum fyrir ritgerðina stóru svo ég er ekki á kafi í einhverjum sjálfsásökunum og þunglyndi. eins og í gær. þ.a.l. ætla ég að baka franska súkkulaðiköku á eftir og elda góðan mat í kvöld...
... sem leiðir mig útí aðra en svipaða sálma. ég hef verið í fitun undanfarið. eða sko... mér var eiginlega hætt að lítast á blikuna útaf sjálfstæðu anorexíunni svo ég einsetti mér það að bæta nægilega miklu á mig svo ég myndi hætta að geta talið rifbeinin á mér í speglinum þegar ég sit á klósettinu. þetta hefur næstum tekist, nú glittir bara aðeins í þau í staðinn fyrir að ég líti út eins og sílafónn meðfram síðunni. en þar sem ég er að öllum líkindum klofinn persónuleiki hefur þetta í för með sér að núna er ég komin með fitubollukomplexa. það er ýmist af eða á... aldrei glöð. ég hugga mig við það að svona erum við næstum öll...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli