hva! maður sefur einu sinni til hádegis og þá er bara komið sumar&sól þegar maður vaknar... annars er mér meinilla við að sofa svona frameftir eins og einhver únglíngur með bólur og líkaminn greiðir alltaf fyrir það semi-dýru verði. það tekur ótrúlega langan tíma að vakna almennilega og líkaminn er einhvern veginn allur í beyglu. þetta er það sem gerist þegar fólk eins og ég sem ekki er vant að sofa út sefur út. að ógleymdu nagandi samviskubitinu... en það er föstudagur, dásamlegt veður og svosum ekki yfir neinu að kvarta... ætli einhver hafi gert ritgerðina fyrir mig á meðan ég var í dáinu?
annars er ég að fara að vinna í kvöld. það finnst mér gaman... ég hef gaman að því að vinna á föstudagskvöldum í bókadeildinni. alltaf svo skemmtilegt andrúmsloft burtséð frá því hvort ég geri eitthvað eftir vinnu eður ei. veit ekki með kvöldið í kvöld... langar doldið á vorblótið á NASA eða bara að fá mér bjór einhversstaðar. maður veit ekki...
annars hringdi leigusalinn okkar indæli þegar ég var u.þ.b. að opna augun, enn með slefuna í munnvikinu... hann ætlar að hækka leiguna blessaður, ég lái honum það svosum ekkert með tilliti til vísitölunnar og svoleiðis rugls en fyrir utan það voru líka góðar fréttir... svosum ekkert óvæntar en þeim fylgir ákveðinn tímabundinn léttir. við fáum sumsé að vera hérna áfram, eins lengi og við viljum og það er gott að vita til þess. fyrir fólk eins og mig sem á einstaklega erfitt með óvissu og breytingar... ég er reyndar að hugsa á meðan ég skrifa þetta að það væri alveg frábært ef við gætum bara verið hér þangað til að við verðum "stór" og höfum efni á að kaupa okkar eigins íbúð. eini gallinn er að okkur vantar geymslu en það má nú svosum alltaf finna útúr því. það er svo óskaplega gott að vera hérna á bergstaðastrætinu, góður andi og frábær staðsetning. já já...
ég hef annars lítið annað að segja... jú! eitt... við horfðum á fáránlega undarlega mynd í gær sem heitir dead meat. "splatter" mynd í anda fyrstu mynda peter jackson eins og braindead, meet the feebles og svoleiðis mynda... ég mæli með henni fyrir kvikmyndaáhugafólk... bara "for the fun of it". ekki meira í bili. hafið það gott í dag...
föstudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli