fimmtudagur
já já... ég biðst forláts á þessari færslu í gær... lá bara dáldið illa á mér útaf ritgerðinni sko... þetta var bara smá svona "outburst". þetta er í lagi núna, ræddi málið við örninn minn og þá dró auðvitað ský frá sólu en hvað ritgerðina varðar veit ég ekki hvernig þetta á eftir að fara. mér finnst ég alls ekki vera að standa mig nægilega vel og bara svo það sé á hreinu þá er það ekki með vilja. eeeeen... einn dagur í einu og við sjáum hvað dagurinn í dag ber í skauti sér. langar bara svo að gera þetta og ekkert með það. ekki bugast alltaf eins og einhver algjör auli... ég hef fólkið á hlemmi mér til hliðsjónar þegar mér gengur illa, vil síst af öllu enda eins og þau. og ég þakka fyrir þessi "komment" sem fylgdu "outburst" færslunni. ég ætti kannski að leggja það í vana minn að hlusta frekar á aðra en sjálfa mig þegar kemur að því að leggja mat á mitt eigið ágæti af því að ég er jú eins og allir vita, minn versti óvinur. bara að tinna og tinna gætu verið vinkonur, þá væri allt betra...
... annars er dagurinn í dag ekki dagur til að væla og öskra því í dag á hún svanhildur systurdóttir mín afmæli. stórafmæli m.a.s.... þrítug!!! það er magnað, ég get ekki beðið eftir því að verða þrítug. og þar sem að ég er búin að segja hérna einu væmnu söguna sem ég kann af mér og frænku, held ég hafi gert það á seinasta afmælinu hennar læt ég í staðinn fylgja með mynd af tvífara hennar. ekki amalegur tvífari þar... en... til hamingju með daginn elsku svanhildur, eigðu yndislegan afmælisdag og alla daga yndislega hér eftir. þúsund kossar og milljón faðmlög, þín littla frænka, tintin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Takk elsku litla stóra frænka (móðursystur eru nú alltaf stóru frænkur er það ekki?!). Já og takk fyrir að vekja athygli á því hvað við Lynda erum líka...alla vega svona stundum...í ákveðinni birtu!
Þín þrítuga frænka, Svanhildur
Skrifa ummæli