jæja jæja... þá er ég komin heim, klukkan er rétt rúmlega eitt og ég er í svona rokna stuði. sit bara hér með mitt hrökkbrauð og te og spæli mig á því að geta ekki setið í staðinn á barnum og hellt í mig. ég er svo hress og ég virðist hafa áhuga á áfengi í dag.
annars var hómópatakonan frábær og ég stend í þakkarskuld við stúlkuna sem benti mér á hana. ég er að hugsa um að hætta bara hjá geðlækninum... sé samt til, engar vanhugsaðar ákvarðanir þegar kemur að geðheilsunni. ég fékk einhverja dropa og remidíur sem ég á að éta, líst betur á það en fjárans serólið sem gerir mig bara veika-RI. en getiði hvað? ég villtist í fyrsta lagi í breiðholtinu, öll strætóskýlin þar eru ýmist sprengd í loft upp eða þá hafa orðið fyrir barðinu á brennivörgum. og fólki sem ekki getur haldið í sér þangað til það kemur heim... ég var auk þess dauðhrædd um að vera barin af einhverju nýbúagengi, eru þau ekki öll í breiðholtinu? en svo fann ég mig nú og endaði á réttum stað. hómópatakonan er voðalega ljúf og hlý og kallaði mig alltaf elskan. mér fannst það þægilegt... nema hvað, hún lét mig leggjast á einhvern bekk og hvað haldiði að hún geri? hafið það til hliðsjónar hér að fyrr í morgun nefndi ég einmitt hvað mér þætti ekki skemmtilegt þegar það væri verið að þukla á mér, aðrir en örninn minn... hún rennir hendinni undir rassinn á mér eins og ekkert væri sjálfsagðara og svo var hún bara þar í gott korter. ég þakka bara gluði fyrir að ég þurfti ekki að prumpa. fyrir utan að ég er svo krútti- og strumpaleg að það kemur bara kandíflos-lykt þegar ég leysi vind... önnur saga. nema hvað... hún þuklaði á mér allri í dágóða stund, það var svosum í lagi en ekkert of samt og vildi vita allt um mig og ég lét það eftir henni en samt í mjög grófum dráttum. tiplaði bara svona á því dramatískasta sem á daga mína hefur drifið í gegnum ævina og sagði henni svo að það sem ég héldi að plagaði mig að mestu væri skert sjálfsmynd, ef einhver er og óþroskaðar tilfinningar. já, ég er með tilfinningar á við tíu ára barn og það er nánast óþolandi. hún var sammála, sagðist sjá það í árunni hjá mér... ekki sé ég þessa áru þegar ég lít í spegil. svo talaði ég eitthvað um það hvað ég hefði miklar áhyggjur af því að ég væri vond manneskja. ég er voðalega oft sannfærð um það, að ég sé alveg hrikalega vond manneskja. mér finnst ég allavega of oft lenda í hlutum sem að maður skyldi ætla að vont fólk lenti bara í. en ég er nú líka doldið dramó stundum... en hómópatakonan hló bara að mér þegar ég sagði henni þetta. sagði að það væri ekki stakt vont bein í öllum skrokknum á mér, það sá hún víst líka á árunni minni... ég hefði átt að spyrja hana meira útí hvað hún sæi í þessarri ósýnilegu áru. en það var allavega gott að heyra þetta, hvort sé það satt eða ekki. svo sagði hún líka að það væru voðalega góðir menn í kringum mig og nefndi pabba-þór og örn, sagði að þeir tveir vildu allt fyrir mig gera. þetta var líka mjög huggulegt að heyra því ég hef oft lent í mis-góðum mönnum og nú er ég ekki að tala um fyrrverandi kærasta, þeir eru allir góðir á sinn hátt. en allavega... þegar ég labbaði út frá hómópatakonunni leið mér vel og ég flissaði m.a.s. upphátt með sjálfri mér að engu á leiðinni útí kjarnorkusprengju-strætóskýlið. þetta er gott... það er svo gott og ómetanlegt að hitta gott fólk, þó maður þekki það ekki neitt og mér líður óskaplega vel núna og er glöð. mig langar til að hafa svona áhrif á fólk, ég ætla að stefna að því.
en nú þarf ég að læra svo ég endi ekki í einhverju þunglyndisrugli. og svo ég geti kíkt með góðri samvisku á barinn í kvöld með öspinni litlu og erninum mínum. elsku erninum mínum sem er mér allt og það besta sem ég veit. besta manneskja sem ég hef hitt og hann gerir mig að heppnustu og hamingjusömustu stelpu sem ég veit um... bara smá aðeins væmni. afsakið.
og takk fyrir vísuna KMÓ, hver sem þú ert. ég hafði mjög gaman af henni. gaman þegar fólk tekur eftir því sem maður er að pæla hér. blex!
miðvikudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hæ pæ,was up hittumst brátt á öldum msn...
Játs! Missti af þér seinast... Hef frá mörgu að segja.
Verði þér að góðu...
Skrifa ummæli