miðvikudagur

kennararnir í skólanum eru kannski ekki alveg jafn "líbó" og ég vildi halda hér fram... fékk ritgerðina sem ég kláraði í morgun og sendi kennaranum mínum til baka áðan með þeim tilmælum að laga heimildarskrána... mér fannst nefnilega eitthvað fyndið í morgun, og þar skjátlaðist mér hrapalega að skrifa áttundu heimildina sem brjóstvit. bara svona til að létta andann og svona. þetta féll greinilega í grýttan jarðveg... ég tek þetta ekkert nærri mér, kennarinn er bara húmorslaus.

Engin ummæli: