föstudagur

ég trúi því eiginlega ekki enn að mér hafi tekist að klára ritgerðina í gærkvöldi. það bara heltist eitthvað yfir mig... eða það var reyndar ösp að þakka/kenna... eiginlega. ég hélt nefnilega að hún væri að koma suður, það var planið og ég gat ekki hugsað mér að geta ekkert hangið með henni og það gaf mér spark í rassinn til að klára ritgerðina. en svo kemur hún ekkert... en engu að síður leiddi það gott af sér svo að hér eftir verður öspin mín kölluð ösp innblástur. og mér finnst ennþá eins og ég eigi ritgerðina eftir en svo man ég að ég er búin með hana og það er gífurlegur léttir... skemmtilegt. nú þarf ég bara að lesa fyrir prófin og það er nú ekki svo slæmt...

ég dauð-kvíði samt sumrinu en það er náttúrulega fylgikvilli geðveilunnar því ég veit ekki afhverju í fjáranum ég ætti að kvíða sumrinu...

en ég hef ekkert að segja þessa stundina svo ég held ég fari bara að læra. ákvað reyndar í gær að þegar ég er búin í prófinu á mánudaginn ætla ég að eiga dekur/hangsidag og jafnvel kaupa mér eitthvað skemmtilegt í tilefni prófloka. ég hef fjóra daga til að sannfæra sjálfa mig að ég eigi það skilið... mig langar að kaupa mér sléttujárn af því að ég er hégómagjörn pjattrófa og mér er meinilla við krullurnar á höfðinu á mér. mig langar til að kaupa samstæðar ólar handa dimmalimm og skaða af því að ég er manískur kattaeigandi sem lít á kettina mína sem börnin mín sem og að bráðum fær skaði litla að fara út í heiminn... æ mig auma hvað það verður erfitt. mig langar til að eyða þiðsundkalli í TIGER eftir prófið en sú búð fyllir mig alltaf gleði því fyrir einn þússara fær maður fullt af skemmtilegu dóti. og ég ætla að kaupa mér ben & jerry´s ís, baka franska súkkulaðiköku, kaupa jarðaberjafreyðivín og ef veður leyfir sitja hérna úti, drekka freyðivínið, lesa slúðurblöð, verða tipsí og gleðjast yfir því að ég komst nokkurn veginn heil frá þessum vetri í háskóla íslands. ég er reyndar pínu stolt af sjálfri mér fyrir að hafa gert þetta og getað... ykkur finnst það kannski barnalegt og glatað. en eins erfitt og taugatrekkjandi það var fyrir mig að fara í skólann og í fyrsta skipti á ævinni að leggja metnað í námið mitt og trúið mér, þegar maður er orðinn 26 og 27 ára og er í fyrsta skipti að læra heima tekur það ansi mikið á. sem og að geta þetta og á sama tíma glímt við þunglyndið og aukaverkanir af lyfjunum held ég að ég megi vera stolt af sjálfri mér. og ég er stoltust af því að hafa ekki gefist upp eins erfitt og þetta stundum var... því tinnbert ævarsson er enginn hættari!

6 ummæli:

Ösp sagði...

ooooh mig langar í franska súkkulaðiköku! ég er afar vonsvikin yfir þvi að vera ekki að koma suður! en ég kem þá bara bráðum, vonandi! var svo til að hafa það dejligt með þér fyrir sunnan!!

Ösp sagði...

er sammt glöð að ég gat rekið þig áfram í rigerðargerð.. :) til hamingju með að vera búin með hana!:D

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt að ritgerðin sé frá. Mánudagsplanið eftir próf hljómar mjög vel. Og ég mæli með sléttujárni! Ég sit enn í súpunni með mitt verkefni...kemst upp um letina þegar sést að ég er svo bara að hanga á netinu. Gangi þér vel að lesa :)
Þín, Svanhildur

Tinna Kirsuber sagði...

Þakka ykkur fyrir mætu konur!

Þórdís Gísladóttir sagði...

Sléttujárn eru oft til í Góða hirðinum og kosta alltaf fimmhundruðkall. Ég keypti eitt slíkt á hárgreiðslustofukalíberi sem svínvirkar.

Tinna Kirsuber sagði...

Kíki á það, á einmitt leið þar framhjá í næstu viku. Takk!