í gær þegar við vorum að maula kvöldmatinn festumst við óvart yfir einhverjum leiðindarþætti með felixi bergssyni og konunni sem getur ekki unnið með neinum nema samkynhneigðum karlmönnum. þetta er drullu-kellingarlegur þáttur en í honum var einhver maður að tala og hann sagði: "bla bla... finna æðasláttinn.. bla bla bla...". örninn minn sæti heyrði aftur á móti: "bla bla... TINNA ÆVARSDÓTTIR... bla bla bla...". mér fannst þetta ómótstæðilega krúttilegt og get ekki tengt þetta neinu öðru en að maðurinn hljóti að elska mig fyrst hann heyrir svona nafnið mitt hirst og her í kringum sig.
við erum svo að fara á joönnu newsom í kvöld í fríkirkjunni. mér finnst alveg einstaklega glatað að AUKAtónleikarnir hafi verið á UNDAN aðal tónleikunum... hvað á það að þýða? ég er hrædd um að það þýði að þá fáum við síðri "performance" en það er kannski bara einhver vitleysa í mér... vona það. mér finnst annars ekkert voðalega gaman á svona sitjutónleikum, allavega ekki ef þeir eru langir en frú newsom er frábær, á diskum í það minnsta svo ég vona að harðir meinlæta-kirkjubekkir muni ekki trufla einbeitinguna.
ég fékk 7 í japönskum kvikmyndum. ég er nú nokkuð sátt við það miðað við að það var mætingarskylda (fáránlegt þegar maður er 27 ára) og ég mætti í svona 1/3 af tímunum útaf lyfjamóki. húrra!!!
og svo er bara út á land á morgun í hvíld og afslöppun... get ei beðið.
fimmtudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli