föstudagur


smá athyglisbrestur í gangi núna... en ég er búin að lesa í fimm tíma núna og ég verð sátt ef ég næ að lesa í svona tvo til þrjá tíma í viðbót.

annars fannst mér ekki líðandi að birta hérna mynd bara af öðru barninu og dásama hana svo hér er hinn engillinn minn, hún dimmalimm tinnudóttir, sofandi eins og flugfreyja. hún er augljóslega sú eldri enda þrisvar sinnum stærri en hitt krílið og henni finnst skaði eldjárn ekki áhugaverð né skemmtileg og biður sér iðulega frá því að þurfa að eiga í einhverjum samskiptum við hana. en stundum fær hún það sem við örn höfum kosið að kalla væmnikast og þá á skaði fótum sínum fjör að launa því annars þrífur dimmalimm hana svo vel að það glittir í skinn á kollinum á litla dýrinu. við höfum líka fengið að "kenna" á þessum væmnisköstum en það er bara huggulegt... huggulegt þegar dýrin manns sýna manni blíðuhót og væntumþykju. call me crasy og væmin!

3 ummæli:

Móa sagði...

dásamlegar verur eins og mamman.

Tinna Kirsuber sagði...

Híhíhí... Takk gullið mitt.

Nafnlaus sagði...

Dútsenmæja hvað kisurnar þína eru krúttlegar. Gangi þér vel í prófum kirsuber. Kv. Rósa big mama from Eymó.