laugardagur

ég verð bara að deila einu skemmtilegu með ykkur, þetta er of gott til að þegja yfir... við brugðum okkur aðeins útfyrir áðan til að leigja einhverja ræmu... weatherman varð fyrir valinu. og á meðan örninn minn var að greiða fyrir "the goodies" lét ég einn hundraðkall í spilakassa. ég er ekki spilafíkill og læt aldrei meira en hundraðkall í spilakassa hverju sinni og þá bara í þessari tilteknu sjoppu, stundum vinn ég smá og stundum ekki neitt en það er nú bara í anda sportsins en eitthvað hafa örlagadísirnar verið sveimandi yfir mér á réttum tíma því ég vann hvorki meira né minna en 6.670 kr. í spilakassanum... fyrir einn hundraðkall! ég veit ekki alveg hvað gerðist en skyndilega átti ég fimm fría leiki og útfrá því fór kassinn í einhvern trans og ég veit ekki hvað og hvað og nú erum við nokkrum góðum þúsund köllum ríkari... og þetta hefði ekki getað gerst á betri tíma.

4 ummæli:

tobba sagði...

Vá þetta er frábært!
Já og takk fyrir síðast, ég var mjög ánægð með norðurferðina og það er ykkur að þakka! TAKK

Tinna Kirsuber sagði...

Gaman að vera með þér :D

Ágúst Borgþór sagði...

Gott hjá þér að hætta áður en þú tapaðir þeim aftur. Aumingja spilafíklarnir hætta ekki fyrr en þeir og ættingjar þeirra eiga ekkert eftir. - Þessir kassar eru fyrir fólk eins og þig.

Tinna Kirsuber sagði...

Gott að það er eitthvað sem ég á samleið með hérna, þó það séu bara spilakassar.