fimmtudagur

hér er t.d. ein ansi góð ástæða fyrir því að það er meira hressandi að vera karlmaður en kona: ef ég væri karlmaður og ynni á vinnustað þar sem karlmenn væru í meirihluta væri að öllum líkindum búið að leigja skjávarpa eða kaupa flatskjá og áskrift að sýn svo að starfsmenn gætu fylgst með HM... en á því fyrirbæri hef ég gífurlegan áhuga. ég nenni bara ekki að fara á bari alla daga til að horfa á þetta. eins og í vinnunni hjá erninum mínum og líka hjá ágústi, þeir fá að glápa á boltann. mér finnst þetta djöfullega ósanngjarnt. ég ætti að sækja um vinnur þar sem þeir vinna... mig langar samt ekki í kynskiptaaðgerð, uni mér mjög vel sem stelpa bara vinna þar sem karlmenn eru í meirihluta. samt ekki miðaldra... allir miðaldra menn þjást af óeðlilegum kynórum til ungra kvenna.

8 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

óeðlilega?

Tinna Kirsuber sagði...

Ókei... kannski ekki allir en mjög margir.

Nafnlaus sagði...

ekki segja þetta baby,við eigum flest öll miðaldra pabba sko ha sko......catmaster.Minn reyndar alveg ancient en það er undantekning....

Tinna Kirsuber sagði...

Fólk verður bara að geta tekið smá kaldhæðnu gríni og fyrir utan það þá myndirðu ekki trúa hversu marga miðaldra menn ég hef hitt sem hafa skoðanir á útliti mínu, s.s. rassi, brjóstum o.þ.h. Og ef þeir geta ekki haldið að sér tungu þá ætla ég ekki að gera það heldur. Og hana nú! :D Minn pabbi er 74 ára, er þinn eldri?

Ágúst Borgþór sagði...

Uss, ég er alveg laus við allt svona. Horfi ekki á neitt undir fertugu.

HTB sagði...

Þar sem ég er að verða 45 ára í næsta mánuði, tek ég þessi ummæli ekki til mín.

Ágúst Borgþór sagði...

Og ég bara trúi því ekki að miðaldar menn séu á góna á ungar konur! Hvílíkt hneyksli ef satt væri!

Tinna Kirsuber sagði...

Hlæ hlæ Ágúst ;)