miðvikudagur


sólin kom í dag... mér gæti svosum ekki verið minna sama af því að ég vinn innandyra og notast við ljósabekki til líta ekki endalaust út eins og nár og svo er ég bara gluðs lifandi fegin að það séu sumarsólstöður í dag því það þýðir að þá fari daginn aftur að stytta. ekki svo að skilja að ég sé eitthvað "goth" og morbit mér bara leiðist þessi eilífa birta allar nætur alltaf hreint. aldrei hægt að hafa kertaljós og kósí og ekki getur maður með góðu móti hangið inni yfir vídjóglápi án þess að samviskubitið nagi mann innað beini... á maður ekki að vera úti í hakkísakk og frisbí á sumrin? eða þá í ölæði á austurvelli? en að kalhæðninni slepptri kann ég vel að meta sumrið í þeim skilningi að ég á það til að detta í ákaflegt skammdegisþunglyndi á veturnar. í svartasta myrkrinu. dyggir lesendur muna væntanlega skrif nýliðins veturs... það er því náttúrulega ekkert nema öfugsnúið en reyndar ekki við öðru að búast frá mér held ég... að mér sé meinilla við sumar og sól en uni mér best í myrkri og vetri og þjáist svo af skemmdegisþunglyndi ofan á allt saman. það hlýtur að lagast með tímanum eða aldrinum eða meiri inntöku lundarlyfta...

mér finnst annars þrusu-gaman í vinnunni þessa dagana og tíminn líður jafn hratt og maður óskar að hann líði þegar lífið er ömurlegt. ég geri helling og finnst ég vera leggja eitthvað af mörkum, allt er fjölbreytt og ég er á þönum frá 9-5. eða svona oftast... ég nenni m.a.s. sjaldnast að taka pásuna sem ég á rétt á í eftirmiðdaginn, þvílík er vinnugleðin. og gluð hjálpi mér ef við hjónin hlökkum ekki til mánaðarmótanna... þá verður sko uppskorið eins og við höfum sáð. í fyrsta skipti að fá inn tvöfaldar tekjur... doldið fullorðins. fyrir utan að við erum náttúrulega skuldum vafin eftir veturinn og það sér enginn fyrir endann á því. en hvað um það, eru hvort eð er ekki allir á svamli í þessari sömu skuldasúpu? og við verðum kannski ekkert rík en við munum þó allavega geta greitt reikningana okkar og farið í eins og eina eða tvær góðar bónus-ferðir án þess að þurfa að hringja hátt á þrítugsaldri grenjandi í mömmu sína af því að maður á ekki fyrir mjólk í teið... eina huggunin sem ég hef á þeim ögurstundum er sú að ég er einkabarn... altsvo mömmu minnar og svo má ég greiða þetta allt til baka í ömmubörnum og maður ætti nú að geta verpt út nokkrum þannig án nokkurra vandkvæða. skulum við vona... þannig að: lífið er bara nokkuð gott og ég hef ákveðið að hætta að hafa áhyggjur af hlutunum sem ég hafði áhyggjur af í gær. þær eru ekki tilfinninga minna virði.

og við erum að fara á HAM 29. júní!!!

Engin ummæli: