þriðjudagur
ókei... áreiðanlegar heimildir (gulli) segja mér að það séu heilar þrjár seríur eftir af LOST. ég veit ekki hversu lengi er hægt að teygja lopann en það er greinilega heillengi og þó þetta sé orðin óskaplega mikil froða er spennandi að sjá hvaða vitleysu fólkið þarna fær að lenda í í framtíðinni. ég væri nú svosum alveg til í að daga uppi á eyðieyju... mínus geðveikin sem er í LOST náttúrulega. og hérna í mannheimum líka... það væri fínt að vera bara með erninum mínum, dimmalimm og skaða eldjárn og svo doldið miklu magni af seríósi. það væri indælt. og kannski nokkrum góðum vinum líka... það næsta sem ég kemst þessu held ég er að flytja útí grímsey og það stendur til svona uppúr fimmtugu eða þegar pysjurnar ófæddu verða farnar að heiman.
ég er þjökuð af ákafri bókalöngun þessa dagana og hef komið mér upp dágóðum drauma-eigna bunka á bakvið á "skrifstofunni" minni. ég kenni nýju hillunni um sem sem við keyptum um daginn í IKEA sem b.t.w. er strax orðin full!
ég á inneignarnótu í gyllta kettinum sem ég er að hugsa um að nýta mér í dag á útsölunni. ekki væri verra ef ég rambaði á einhvern fagran kjól fyrir matarboðið mikla hjá dóru litlu næstu helgi... þ.e.a.s. ef að brjóstin á mér geta þá drullast til að passa í einhvern skapaðan hlut. það fylgir því mikið böl að vera ekki feitur en engu að síður með yfirgengilega stóra bobbinga framan á sér... líkaminn passar oft í fagrar flíkur en svo reyni ég að troða þessum "world guiness records" melónum með og þá fer allt í hund og kött... og þetta er ekki skemmtilegt, þvert á við það sem margir halda og þá sérstaklega hitt kynið enda er ég alltaf að bíða eftir því að vera boðuð í brjóstaminnkunina... er reyndar farin að gefa upp von að það verði einhvern tímann að veruleika. ekki nema ég fari bara til mexíkó í þesslags aðgerð eins og ein ágæt vinkona mín gerði eitt sinn...
ef ég ætti eina ósk er ég ekki alveg viss um hvað ég myndi nýta hana í...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli