laugardagur


vakna klukkan hálf 7 og get ekki sofið. andvökur einkenna þessa viku...

þetta er 8 ára "dóttir" okkar í uganda (afsakið myndgæðin, myndavélin í símanum býður ekki uppá betra...), fengum bréf frá henni á miðvikudaginn með myndum sem hún teiknaði handa okkur og fallegt bréf á slæmri ensku þar sem hún þakkaði okkur hjálpina. ég fer alltaf að skæla þegar það koma bréf frá henni, maður er svo mikill hræsnari og ég vorkenni henni, get ekki að því gert. en það er gott að vita til þess að þessi litla upphæð sem við greiðum á mánuði hjálpi henni til að fá þá menntun, næringu og heilbrigðisþjónustu sem hún þarf til að lifa mannsæmandi lífi. ef mannsæmandi skyldi kalla... og á meðan bryður maður ritter sportið sitt og glápir á fjölvarpið. ég ætla að senda henni pakka í næstu viku, veit bara ekki alveg hvað það á að vera... kannski einhver leikföng. það væri gaman að gefa henni einhver föt og svo er náttúrulega "klassíker" að senda íslenskt sælgæti, ég veit samt ekki hvort það stýri góðri lukku í augum trúboðanna. ég gæti sent henni einhverja bók með fallegum myndum frá íslandi... bara eitthvað sem að myndi gleðja hana.

á fimmtudaginn dó svo maður sem ég hef þekkt alla ævi. ég var nú kannski ekkert sérstaklega nákomin honum en á sínum tíma eyddi ég talsverðum hluta af æsku minni sem heimagangur hjá honum, konunni hans og börnunum þeirra og konan hans varð svona eins og önnur mamma mín og börnin þeirra systkini mín. gott ef ég og mamma bjuggum ekki um stund hjá þeim... ég tók fráfall hans nær mér en ég átti von á, sérstaklega í ljósi þess að hann dó úr andstyggilegum sjúkdómi og í mínum huga á fólk ekki að deyja úr sjúkdómum fyrir aldur fram, eða þá nokkurn tímann. það er bara alltaf svo leitt þegar fólk deyr sem maður þekkir en svona er þetta víst og í öllu óumflýjanlegt, við fáum engu um það ráðið. ég votta fjölskyldunni hans alla mína dýpstu samúð...

um næstu helgi er stefnt á norðurför í aspardalinn í andlega upplífgun... ekki veitir af. rauðvín, ostar og huggulegheit í miðnætursólinni. ef það verður þá sól... hvar er sumarið? og svo er amsterdam eftir nákvæmlega mánuð og við erum byrjuð að huga að sparnaði til að eyðsla okkar geti náð hámarki í borg gleðinnar eins og ég kýs að kalla amsterdam. ef ég mætti búa hvar sem er í heiminum, kysi ég að búa í amsterdam. kannski maður bara flytji þangað...

það er ansi fjarlægt að ég hafi einhvern áhuga á að tjá mig um tilfinningalífið núna af ótta við einhverjar fáránlegar "blammeringar" frá ógæfukonum í gestabókinni. maður verður feiminn við að vera hreinskilinn og tjáningaríkur þegar fólk tekur það sem maður segir úr samhengi og snýr gegn manni og yfir höfuð hefur engan skilning á aðstæðunum. ég get ekki með góðu móti tjáð mig í þannig umhverfi o.þ.l. er búið að "skemma" þessa dagbók fyrir mér.

lifið heil um helgina, ég verð í dvala...

2 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Heyrðu, ég verð að gera þetta. Flott hjá ykkur.

Tinna Kirsuber sagði...

Þú verður, það er mjög gefandi og svo getur maður sent þeim pakka og svoleiðis og leyft þeim að njóta góðs með okkur af íslenska "góðærinu". Mér þótti vænt um mína frá fyrstu stundu og það er mjög góð tilfinning.