mánudagur

á miðvikudaginn er seinasti dagurinn minn í eymó og ég segi formlega upp titlinum bókabúðargyðja... héðan í frá er ég CANDYPANTS eins og ég var búin að tilkynna hér. það er heilmikið sem ég á EKKI eftir að sakna frá þessum vinnustað mínum s.l. rúmu 3 árin en það er líka heilmikið sem ég á eftir að sakna... eins og t.d. gullmanneskjanna sem þar vinna og erum með tímanum orðnir góðir vinir mínir og oft á tíðum haldreipi mitt í raunveruleikanum þegar þunglyndið hefur verið að gera útaf við mig. ég vil síður vera að nafngreina eða gera uppá milli en ég vona að þessar elsku pysjur viti hvað ég á eftir að sakna þeirra og hverjar þær eru, svo yndislegar manneskjur margar hverjar að mér hrís hugur við því að fá ekki að hitta þær á hverjum degi og deila með þeim snúnu lífi tinnberts... bara að þær fengju launin greidd eftir mannkostum og hjartastærð. elsku stúlkur, konur og einstaka karlmaður... mikið þykir mér vænt um ykkur og hve heitt ég á eftir að sakna ykkar. þið eruð svo sannarlega draumur hverrar stúlku á vinnustað... þýski stálhnefinn kveður.

4 ummæli:

HTB sagði...

Ég á eftir að sakna þín úr bókabúðinni. Þú hefur selt mér allnokkrar bækur í gegnum tíðina. Ég er alveg sammála þér um þitt samstarfsfólk, þetta eru allir gullmolar með tölu, enda er þetta langskemmtilegasta bókabúð landsins.

Tinna Kirsuber sagði...

Hvur fjandinn! Og ég hef ekki einu sinni vitað að þetta værir þú enda hef ég ekki nokkra hugmynd um hver þú ert eða hvernig þú lítur út. Þú heimsækir mig þá bara á næsta vinnustað...

Ágúst Borgþór sagði...

Hvenær fáum við að vita meira um næstu vinnu? Varla ertu að fara að sýna nærbuxur?

Tinna Kirsuber sagði...

HAHAHAHAHA!!! Oftúlkarinn Ágúst Borgþór! Ég læt þig vita...