föstudagur
fékk bréf frá skattinum áðan í pósti og varð auðvitað smeyk... og enn smeykari þegar ég opnaði það því efst stóð " úrskurður um kæru". jeminn almáttúgur hugsaði ég... hvað nú??!?!!? en svo þegar ég tók mig taki og las áfram niður þá sé ég að þetta er bara leiðrétting á heimskulegu mistökunum sem ég gerði á skattaskýrslunni minni seinustu... hjúkket! hvað er að þeim þarna að þurfa alltaf að vera svona formlegir og drepa mann úr stressi og kvíða?!?!?! en nú er ég allavega mjög glöð með að hafa farið þarna niðureftir og gert eitthvað í þessu vandamáli því fyrst var ég uppfull af mjög miklum mótþróa og reiði og ætlaði bara að segja FOKKIT og gera ekki neitt og fara bara í fangelsi. gott mér rann reiðin... gaman þegar maður gerir fullorðins hluti og þeir aktúelt ganga upp, það er nefnilega ekki sjálfgefið hef ég komist að undanfarin árin. mér fannst viðbjóður að vera barn og únglíngur og beið leeeeengi eftir því að verða stór en nú get ég ekki alveg verið viss, hvort sé betra að vera fullorðin eða únglíngsbarn. jú... ætli það sé ekki betra að vera fullorðin, þá hefur maður allavega aðeins meira um það að segja hvort maður láti allt yfir sig ganga eða ekki.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli