föstudagur


ég keypti mér þessa vetrarskó/gellustígvél í spútnik áðan. mér finnst ég alveg geta gefið sjálfri mér það í haustgjöf af því að ég er yndislegt lítið barn og auk þess voru þau innan þeirra eyðslumarka sem ég set mér fyrir skókaup... það eru 8-10 þúsund. þessi kostuðu 7.800 kr. mér finnst líka að maður megi alltaf gefa sér nýja skó og kápu í haustgjöf... og nú ætla ég að finna mér einhverja æðislega kápu í stíl við gellustígvélin. ég hef reyndar augastað á einni eld-rauðri í mínum uppáhalds stíl... 50´s. en þetta með skóna finnst mér alveg réttlætanlegt þar sem ég hef notað hina vetrarskóna undanfarna þrjá vetur og er m.a.s. búin að fara með þá einu sinni til skósmiðs og auk þess langaði mig að gella mig aðeins upp fyrir veturinn og keypti þess vegna þessi GELLUstígvél sem eru með smá hæl og einhverjum undarlegum skinn-bróderingum á hliðunum... læt mig þær litlu varða. maður er óneitanelga velmegunarbarn... en nú ætla ég að fara að klikk-klakkast á nýju skónum um íbúðina og máske steikja egg eða tvö.

p.s. fætur mínir eru að minnka. einu sinni notaði ég skó no. 39 en nú er ég skyndilega farin að þurfa no. 38 og m.a.s. stundum no. 37. ætli þetta sé einhver tæring í fótunum á mér eða næringarskortur?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey flott GELLUstígvel... ooo þú ert nú alltaf svo mikið krútt... algjör gella... ;)

Tinna Kirsuber sagði...

takk :) ég bið að heilsa öllum!!! knús frá mér :*

Nafnlaus sagði...

hæ. þessi gellustígvél eru mjög flott. Verða þau ekki enn flottari við kápuna? ;)

Heyrumst! Svanhildur

Tinna Kirsuber sagði...

Þakka ykkur fyrir... Þau fara að sjálfsögðu fullkomlega við rauðu kápuna sem ég stalst líka til að kaupa mér :D Ég er velmegunarbarn...