fimmtudagur

það helsta...

-eitt barnið á leikskólanum fékk gubbupest í gær... bókstaflega á mig. það var hressandi og herðir mig örugglega.
-ég var að fá 30 þúsund til baka frá skattinum af því að ég var skynsöm þarna um daginn og greiddi úr mistökum mínum. það kemur sér ákaflega vel þar sem við erum einmitt að verða auralaus.
-ég er yfir mig reið og hneyksluð útí aðstandendur airwaves (ég er reyndar komin með ógeð á þeirri hátíð... hún er farin að snúast of mikið um einhvern plebbaskap að mínu mati og "selebritís") þar sem að þeir meina mér að sjá ástmann minn og lífsförunaut spila með shadow parade annað kveld. ekki nema ég kaupi mér passa á 7þúsund krónur og ég neita að láta kúga mig til slíks... en ég finn lausn á þessu, ég mun bera örninn minn augum þó það verði mitt síðasta!
-leikskólastjórinn lofaði mig í seinustu viku eftir aðeins þrjá daga í starfi. hún sagði það með eindæmum hve fljót ég væri að ná til krakkanna og hlutunum öllum yfir höfuð. það gladdi mig.

6 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Þetta er nokkuð gott líf, ekki satt? Og verður smám saman betra og betra ...

Tinna Kirsuber sagði...

Jú jú, það er ágætt. Ef ég hætti að fá kvíðaköst útaf öllum fjanda verður það fullkomið.

Svetly sagði...

..obbobbobb...er það ekki bara eins fullkomið og það getur orðið á sinn ófullkomna hátt - það er það sem gerir lífið svo skemmtilegt ;)

HTB sagði...

Ég ætla bara að óska þér innilega til hamingju með að hafa fundið starf sem veitir þér ánægju. Slík störf liggja nefnilega ekki á lausu.

Nafnlaus sagði...

ég mun gera ALLT sem í mínu valdi stendur til að mæta galvösk á módelkvöld í næstu viku.... lofalofalofa

Tinna Kirsuber sagði...

Jú Urður mín, það er rétt... Maður vill bara alltaf meira ;). Takk kærlega Hilmar. Ég gerði einmitt skoðanakönnun meðal vina minna eitt sinn og þá heyrði ég þau fleygu orð að það væri ekki nokkur maður ánægður í vinnunni sinni. Svo ég get ekki annað en verið sátt með það að vera brautryðjandi.... og Kata... You better!