þriðjudagur
ég er eitthvað svo full af endorfíni þessa stundina... átti gæðastund með tölvunni og heyrnatólum uppí rúmi áðan, platónskt að öllu leyti. mikið er ég hrifin af tónlist og mikið gerir tónlist mig glaða. maður væri eyland án eyra, um það er ég sannfærð. og nú er ég komin með doldið jóla-kitl í mallann sem gerir mig enn sælli. næstu helgi ætlum vér hjón að gera létta jólahreingerningu og svo býst ég við að það falli mér í skaut að skreyta og öðruvísi held ég að ég vildi ekki hafa það. það má svo vel vera að ég föndri jólakortin, hver veit. mikið er gaman að vera orðin svona afslöppuð yfir jólunum... ég flýt um á bleiku skýi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli