ég hef ekki séð svona mikinn snjó í reykjavík í háa herrans tíð en mér líkar það vel enda er ég mikið snjóbarn... snjóbarnið tinnbert. doldið jóló...
annars er skemmst frá því að segja að ég er andskotans aftur orðin lasin! mér finnst þó þessi pest vera ívið verri en sú fyrir þremur vikum síðan enda náði ég mér ekki alveg af henni. og ég sem et c-vítamín á hverjum einasta degi og gott betur þar sem ég er diggur neytandi ribena safans sem er uppfullur af c-vítamíni. ég bið bara til gluðs að þetta verði gengið yfir á morgun því ég vil síður vera hóstandi yfir litlu krílin á leikskólanum, samstarfsfólk meðtalið.
en tónleikarnir í gær fóru fram úr mínum björtustu vonum... og ég sem var búin að vera í kvíðakasti yfir þeim síðan ég veit ekki hvenær. skuggaprinsarnir voru dásamlegir og ég lýg því ekki þegar ég segi að ég hef aldrei séð þá betri. það var pakkstappað af fólki og vel og mikið klappað og ég fylltist stolti og gleði í hjartanu yfir því að sjá þessa snillinga metna að verðleikum. allir í bandinu voru óaðfinnanlegir í spilamennskunni og söngnum og prinsinn minn bar af... hann er mesta karlmenni sem ég veit. ég elska örninn minn og shadow parade meira en súkkulaði!
sunnudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Meira en súkkulaði!!!! vá!!!!
en já þetta voru frábærir tónleikar! ég er ekki hissa á að þú sért stolt!
heyrumst kirsuber
Eitt er hefur tekið tvær pestar af mér nú í haust er að sjóða ferkst engifer í svona 15-30min og drekka meðan það er heitt. Alveg líter í einu sko. Bara smá ráð.
Stuðstelpa
Skrifa ummæli