miðvikudagur
hæ... best að skella einhverju hérna inn fyrst það liggur svona ljómandi vel á mér.
allt gengur sinn vanagang hér, eða eins nálægt vanagangi og líf mitt getur verið. örninn minn og skuggaprinsarnir æfa eins og óðir fyrir útgáfutónleikana sem verða þann 18. nóvember í tjarnarbíói og mér líður eins og hálfri grasekkju. það er þó lágt gjald að greiða fyrir að vera vitni að þessari snilld sem þeir drengir skapa með hljóðfærunum sínum og ég get vart beðið eftir tónleikunum. þið ættuð að gera slíkt hið sama... leikskólinn er ennþá frábær, þetta er alveg magnað. mér finnst ég vera virkilega heppin stúlka... börnin eru líka frábær, börnin eru alveg mögnuð. og ég er að kynnsat nýrri hlið á sjálfri mér, mömmuhliðinni... eða allavega einhverri svona ákveðnari og strangari og ábyrgari hlið. og ég lýg ekki en sú hlið hefur aðra rödd en mitt fagra sjálf... laus við allt náttúrulega helíumið og dynur næstum eins og þruma úr heiðskýru lofti. ég sé það í andlitunum á börnunum þegar ég þarf að nota hana, þegar þau eru doldið komin yfir strikið og eru hlaupandi og organdi um allt og allt er í lausu lofti og ég er búin að æpa nokkrum sinnum með "venjulegu" röddinni. þá tek ég fram þrumuröddina... og það er eins og við manninn mælt, það dettur dúnalogn á "pleisið". en svipurinn og á börnunum lætur mig alltaf fá samviskubit og mig langar bara til að segja: "nei, djóóóóók börnin góð. haldiði áfram!". þau eru svona næstum eins og hrædd á svipinn eða svona hissa að maður skuli vera og gera svona og það fer alveg með mig. en ég held það út og stundum er þetta bara það eina sem virkar. þau eru líka mörg hver ótrúlega skörp og ég er stundum, næstum í vafa um hvort ég sé virkilega að tala við barn. en svo gera þau hluti eins og í dag... það snjóaði fimm snjókornum og þegar við fórum út eftir hádegishvíldina ærðust öll börnin og hlupu í hringi og lögðust svo flöt á jörðina með andlitið á grúfu og sleiktu jörðina. sumir lágu svona í alveg hálftíma... sleikjandi jörðina eins og ég veit ekki hvað og það var engu tauti fyrir þau komið. það minnir mann aftur á að þetta er "bara" börn. en alveg einstök engu að síður...
ekki meir í bili. hafið það gott. blex.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Ég kannast sko alveg við þetta grasekkjustand, get ekki beðið eftir 18. nóvember...
Já maður lætur að sjálfsögðu sjá sig! Takk fyrir módelkvöldið elskuleg! sjáumst!
Já þau eru svo miklir gleðigjafar þessi yndislegu börn!
Annars þakka ég fyrir ágætis kvöld, sjáumst á föstudaginn, þá verður vonandi komin meiri snjór, það er svo svakalega gaman að renna sér á sleðum niður hólinn með krökkunum!
Synd og skömm að ég skuli vera að vinna tónleikakvöldið!
Tell me about it Didda! Þetta býr mann undir og herðir líklega þegar þeir fara svo að ferðast út fyrir landsteinana svo vikum skiptir... Almáttugur, ég fæ bara kvíðakast að hugsa um það!
Takk sömuleiðis fyrir samveruna Tobba mín og Kata mín. Verst með rykrotturnar...
Geturðu ekki komið við hjá mér í kaffi á leið heim úr vinnu eða í hádegi? Ertu ekki að vinna hér við hliðiná?
Ég er amk alltaf heima nema ég sé úti.
Góð hugmynd!
Börn eru snillingar! Bestu, Rósa.
Ahhh... Rósa. Dásemdar dís.
Skrifa ummæli