sunnudagur

þá er seinasti dagur þessa árs runninn upp og ég vil óska ykkur ánægju, hreysti og hamingju á því næsta, takk fyrir samfylgdina á þessu. ég hef enga sérstaka ánægju af áramótum og ég sé ekkert athyglivert eða hressandi við að það sé að koma nýtt ár, þannig er það hvort eð er alltaf. ég reyndi að rifja upp eitthvað sem ég hef afrekað á þessu ári í svefnrofunum í nótt og mér kom ekkert til hugar nema að nú er ég farin að geta gengið um berrössuð, þ.e. innan veggja heimilisins og bara fyrir framan örninn minn og skaða. mig minnir nefnilega að fyrir u.þ.b. tveimur árum hafi ég einmitt verið hér ritandi um tilraunir mínar til að sætast við líkamann minn og geta gengið um nakin án þess að fyllast viðbjóði og fyrirlitningu á sjálfri mér... en það get ég nú svo hér með sannast eitt... mér er að miða eitthvað áfram! ykkur finnst þetta máske ekkert merkilegt en það er það fyrir mér því þó hann sé lítill þá er árangurinn einhver... húrra fyrir tinnberti!!!

hér er svo "best of kirsuber 2006" listinn, lögin sem tengjast lífi mínu á einn eða annan hátt og meira en önnur á þessu ári sem senn líður:

1. Rumble - Link Wray & His Ray Men
2. Supermassive Black Hole - Muse
3. The Funeral - Band of Horses
4. Strange Fruit - Billy Holiday
5. Girl Is On My Mind - The Black Keys
6. Simple Twist Of Fate - Bob Dylan
7. For a lifetime - Blue States
8. Spanish Caravan - Doors
9. I Want You So Hard (Boy's Bad News) - Eagles of Death Metal
10. At Last - Etta James
11. Ooh La La - Goldfrapp
12. This Side of the Blue - Joanna Newsom
13. Hurt - Johnny Cash
14. Old Fashion Morphine - Jolie Holland
15. I Can't Quit You Baby - Led zeppelin
16. Christmas Card From a Hooker - Tom Waits
17. Turn Into - Yeah Yeah Yeahs
18. Philadelphia - Neil Young
19. Sweet Caroline - Neil Diamond
20. I'm Your Man - Leonard Cohen
21. Pass It On - Shadow Parade (besta band íslands!!!)

hafið það gott í kveld og gleðilegt nýtt ár.

4 ummæli:

tobba sagði...

Gleðilegt ár Tinna!
Kveðja úr eyðimörkinni.

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár mín kæra, vonandi verður það nýja þér gott.

dora wonder sagði...

gleðilegt ár elsku tinna mín. heyrðu ég gleymi alltaf að skila til þín lyklunum. bjalla í þá á morgun og mæti með þá þegar þú ert búin í vinnunni og verður heima :)

Tinna Kirsuber sagði...

Gleðilegt ár vinurnar mínar!