fimmtudagur
ég bókstaflega elska snjó! það fer um mig gleðihrollur ef mér er litið útum gluggann og það er snjókoma, einsog núna. ég er nokk viss um að það sé m.a.s. hann, snjórinn að einhverju leyti sem er að koma mér uppúr holunni, sálarholunni. svo erum við líka á leiðinni á svarfdælska og árlega þorrablótið fyrstu helgina í febrúar og eftir því get ég vart beðið, hákarl, brennivín og dansspor. það var svo gaman í fyrra og ef það verður hálfvegis jafn skemmtilegt núna og þá, þá dey ég glöð... eða þannig. tilhlökkunin kemur manni allavega mjög langt... good times. nú svo er örninn minn elskulegi að verða kvart-aldar-gamall í lok mánaðarins... ég er búin að kaupa afmælisgjöfina og mér er ómótt af tilhlökkun og spenningi yfir því að gefa honum hana, ég efast um að ég haldi það út... ég man þegar ég varð tventífokkíngfæv! þá hélt ég grímupartý með hetjuþema og var sjálf emily strange, alteregóið mitt. það var gott partý, bæði skrýtið og skemmtilegt. og nú fer ég að verða 28 ára, það finnst mér svo merkilega undarlegt að ég trúi því varla, enda er ég jú líka ennþá lítið barn inní mér. en mikið djöfulli finnst mér gaman að eldast, ég myndi ekki vilja vera yngri aftur fyrir fimmaur! hvað ætli gerist árið sem ég er 28 ára? kannski kaupum við íbúð, kannski eignumst við kríli... það er náttúrulega inn núna. við erum allavega búin að ákveða nöfn og það nægir mér svosum næstu 2-3 árin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
já ég man eftir þessu kvöldi maður. ég var litla ljót og þorri var bart simpson og svo urðu allir pöddufullir í asnalegu búningunum sínum.
alvöru partí
Skrifa ummæli