fimmtudagur


yours truly og litli uppáhalds frændi "full" í glöggi fyrir jólin... eða þannig sko. ég var bara að reyna að koma smá rokki í piltinn með þessari uggandi niðurstöðu.

mig log-svíður í hálsinn og mér líður einsog hann sé flakandi svöðusár... öspin litla var með þetta í seinustu viku og ber þessari hálsbólgu ekki væna söguna, þetta ku vera einhver vírus ef ég er með það sama. ég hefði kannski átt að sleppa því að kyssa hana svona mikið... grín.

ég kveð með þessum fallegu orðum hins sí-snjalla bjartmars guðlaugssonar. þetta ljóð hefur verið eitt af mínum uppáhalds síðan ég las það fyrst og ég hef örugglega sett það hingað áður. ég vildi að ég hefði kjarkinn til að "pósta" mínum eigins ljóðum hér... kannski ég geri það bara á næstunni!

stúlkan sú er elskar mig

stúlkan sú er elskar mig
kenndi mér að kenna til.
stúlkan sú er elskar mig
er eina veran sem ég skil.
ég held það bara borgi sig
að virða og þiggja hennar ráð.
stúlkan sú er elskar mig
er undurblíð en stundum bráð.

ég þori ekki að segja henni
söguna um mig,
um hégóma, girndir og milljón
mínusstig.

því ég hef alla mína hunds- og kattartíð
verið skíthræddur við ástarsorg og stríð.

Engin ummæli: